Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 34
28
AFMÆLISRIT BALDURS
Jónína Jónsdóttir:
Félagsþroski og félagsstarf.
Við heyrum oft talað um, að ])essi eða hinn
sé félagslega þroskaður. Hann beri af í fram-
takssemi, sé ósérhlífinn og félagi sínu stoð og
síytta.
Ætla mætti því, að fólk yfirleitt vissi, við
hvað er átt með slíkum viðurkenningum.
Margir eru þó, sem binda sig félagslegum
höndum, en gera sér enga grein fyrir þeim
skyldnm, sem um leið eru lagðar þeim á
herðar.
Félagssamtök eru hafin meðal fólks sem á
við hin ólíkustu lífskjör að húa, en eitt eiga
þau öll sameiginlegt, ef þau eiga að geta
þrifist, lifað og haldið uppi tilgangi sínum.
Þau verða að eiga innan vébanda sinna fólk,
sem gerir sér ljóst, hvað það hefir tekið sér
fyrir hendur, viðurkennir heit sín og breytir
samkvæmt þeim.
Allur félagsskapur, sem byggður er á já-
kvæðum grundvelli, miðað við viðurkenndar
lífsvenjur og trúarreglur, þarf á fórnfýsi,
atorku og snjöllum anda að halda.
Hver sá, sem játast undir félagslegar skyld-
ur, skal fyrst og fremst aklrei telja sig of
góðan til að standa undir þeim.
Hitt er svo annað mál, að hver og einn er
ekki jafn fær um að inna þær allar af hendi.
Einn er fær á þessu sviði og annar á hinu.
En engu að síður félagi sínu mikil stoð og
ómissandi, ef þeir láta hæfileika sína í té.
Og þótt félagsþegn finni sig vanmáttugan til
að inna af hendi skyldu sína, skal hann ávallt
minnast þess, að hann geklc viljugur á vett-
vanginn, og honum ber þá blæjulaust að
greina orsökina fyrir því, að hann gengur úr
lcik. Neiti hann starfi forsendulaust, vekur
það óánægju, og sá næsti segir: Mér er ekki
meira en þessum, og þá hefir um leið skotið
upp hugsunarhætti, sem leiðir hvern félags-
skap á glötunarstig.
Jónína Jónsdóttir
formaSur Dyngju, deilclar sauma-
stúlkna
En til þess að skapa heilhrigðan félagsskap
er ekki nóg, að óbreyttir meðlimir sýni skiln-
ing og vilja í starfi. Þeim, sem stjórna og völd
in hafa, ber auðvitað ekki síður að gera það.
Því aðeins, að þeir geri skyldu sína, geta þeir
vænst, að þeim sé hlýtt og íolkið leggi sig
fram. Þeim ber að sjá um, að störfum sé
réttlátlega skift. Einkum á þetta við um góð-
gerðafélög, þar sem öll störf og framlög eru
veitt endurgjaldslaust.
1 stéttafélögum blasa málin öðruvísi við.
Þar sameinast fólk fyrst og fremst um sín
persónulegu hagsmunamál. Það hinzt sam-
tökum um rétt sinn, því „sameinaðir stönd-
um vér, en sundraðir föllum vér“.
Hver er sjálfum sér næstur, segir máltæk-
ið, og maður skyldi ætla, að þar myndi ein-
ingin sterkust. En hver er bara reynzla dags-
ins í dag? Það hljómar kannske illa, og ég
efast um, að nokkur trúi því á sjálfan sig. En
fólkið, ég segi ekki allt, en margt, — það
þiggur, fyrir atheina stéttarfélags síns, stytt-
an vinnudag, aukið sumarfrí og hækluið laun.
En sé það kvatt á félagsfund, til þess einung-
is að gefa þvi kost á að bera frám kröfur
sínar og fylgjast með, hvað verið er fyrir það