Kjarnar - 01.05.1954, Page 6

Kjarnar - 01.05.1954, Page 6
hátíð. Cg nú er hin mikla stund upp runnin. Iðnaðarmannagild- n hafa boðið út öllum meðlim- um sínum í skrautlegustu bún- ingum þeirra, — vefarar, litarar og trésmiðir spranga um í silki- treyjum með dolka í silfurskeið- um, meðan konur þeirra, ást- meyjar og dætur keppa hverjar við aðra í litskrúðúgum fatnaði. Fáeinir gamlir gráskeggjar hrista höfuðin yfir hinum „hneykslanlega klæðaburði“ kvennanna. En athugasemdir þeirra drukkna í almennum fagnaðarópum, því að nú kemur skrúðgangan. Þúsund Lundúna- riddarar á hestbaki fara fremst- ir, þar á eftir fótgönguliðar og bogmenn. Og nú sést hvar ves- lings franski kóngurinn kemur. Hann situr á hvítum stríðshesti og aðalsmenn teyma undir hon- um. Hvílík kurteisi við sigraðan fjandmann! Því að við hlið fanga síns ríður sigurvegari hans, hinn svarti prins af Englandi, á litl- um, svörtum hesti. Meðal tignarmanna í áhorf- endahópi var Lionel, yngri bróð- ir svarta prinsins, og hin blíð- lynda kona hans, Elísabet greif- ynja. Og meðal hinna skraut- búnu fylgdarsveina hennar var Geoffrey Chaucer, hinn fríðasti unglingur, í rauðum og bláum knébuxum og rauðri axla- skikkju. Hjarta hans sló ört. 4 Hann var stoltur af því að þjóna hinni tignu frú. Hann hrópaði hástöfum af fögnuði og blístraði á fallegustu hestana í skrúð- göngunni. Þetta var sannarlega skemmtilegur tími fyrir ungan mann, sem var sveinn Elísabet- ar greifynju. Fyrst voru hin frægu hátíðahöld í minningu heilags Georgs. Við það tæki- færi hafði greifynjan gefið hon- um nýjan einkennisbúning. Síð- an hófst hringferð með heim- sóknum í kastalana Windsor, Woodstock og Hatfield. Allt England kvað við af fagnaðar- látum. Lífið var hrífandi hátíð! Hann óskaði þess eins, að hann hefði getað fylgt sigurgöngunni alla leið frá Canterbury. * ★ Frakkar þrjózkuðust við að halda gerða samninga. í ákafa sínum að komast heim hafði hinn fangni konungur lofað að láta af hendi allt það, sem Eng- lendingar kröfðust. En ráðherr- arnir í París harðneituðu að við- urkenna þau loforð, í fullvissu þess, að járnhönd Bretans næði ekki til þeirra. Svarti prinsinn sór þess dýran eið að ná sér niðri á Frökkum. Voru þeir bún- ir að gleyma Poitiers? Nú und- irbjó hann ennþá öflugri her- ferð en áður. Sérhver vopnfær Englendingur var kvaddur í Kjarnar — Nr. 35

x

Kjarnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.