Kjarnar - 01.05.1954, Page 12
mikið af lærdómsbókum, en nóg
af mat og drykk.“
Feit og sköruleg miðaldra
kona reis á fætur, og beindust
nú allra augu að henni. Hún var
á rauðum sokkum með g'ula
kápu yfir sér. Á höfði bar hún
vefjarhött mikinn, sem virtist
mundu vega tíu pund að minnsta
kosti. Malarinn hafði hvíslað
einhverju í eyra henni, sem lit-
aði kinnar hennar engu minni
roða en var á sokkum hennar,
hún skellihló, og kom þá í ljós,
að tennur hennar höfðu týnt
tölunni. „Já, drengir góðir,“ tók
hún til máls. „Ég hef átt fimm
eiginmenn frá því ég var tólf
ára. Og er nú að líta í kringum
mig eftir þeim sjötta ... Guð
bauð okkur að aukast og marg-
faldast, og ég hef samvizkusam-
lega breytt eftir boði hans ...
Þegar ég tala um ástalíf, þá veit
ég hvað ég segi ... Fimm menn
hef ég elskað svo heitt að þeir
dóu allir. Og megi himnafaðir-
inn vera sálum þeirra líknsam-
ur ...“
Ungur maður með flaksandi
hár stökk á fætur. „Það veit hin
heilaga jómfrú, að þessi prédik-
un var orð í tíma töluð. Ég ætl-
aði einmitt að fara að festa mér
konu...“
Kvöldið hafði verið skemmti-
legt. Nú var kominn tími til fyr-
ir pílagrímana að ganga til náða,
því að þeir ætluðu að halda á-
fram í býtið að morgni.
Um leið og pílagrímarnir stóðu
upp frá borðum, tók gestgjafinn
svo til orða: „Góðir bræður,“
sagði hann. „Þið eigið langa leið
fyrir höndum að morgni. Ég vil
benda ykkur á ráð til að stytta
tímann. Segið hver um sig tvær
sögur á leiðinni til Canterbury
og tvær á leiðinni til baka. Og
fyrir þær sögur, sem dæmast
beztar, skal höfundurinn fá ó-
keypis gistingu og fæði í Tabard
gistihúsi, þegar þið komið aft-
ur.“
Pílagrímarnir samþykktu þetta
með miklum fagnaðarlátum og
gengu svo til hvíldar.
Geoffrey Chaucer opnaði aug-
un. Hann var aleinn eftir. Hann
hafði blundað í horni sínu yfir
vínflöskunni. Tabard gistihúsið
og umhverfið hafði máðst út.
Gestgjafinn var nú að slökkva
á kertaljósunum. Chaucer reis á
fætur. „Gaman væri að vita,“
tautaði hann, „hvers konar sögur
þessir pílagrímar segja hverir
öðrum.“
Gestgjafinn horfði á hann
hálfskrítinn á svip. „Voruð þér
að hugsa um eitthvað, herra
minn?“
„Já,“ svaraði Chaucer og
brosti við. „Canterbury sögurn-
ar.“
★
10
Kjarnar — Nr. 35