Kjarnar - 01.05.1954, Side 14

Kjarnar - 01.05.1954, Side 14
inn. „Ég veit varla,“ sagði hann. „Jú, ég sá að það var skamm- byssa í glugganum.“ „Ó, já,“ sagði Pétur og flýtti sér að sækja hana. „Fyrirtaks vopn!“ „Er hægt að skjóta með henni?“ spurði ungi maðurinn hikandi. „Ég er nú hræddur um það,“ sagði Pétur. „Hafið þér leyfi til að bera vopn?“ „Já,“ sagði ungi maðurinn. „Ég hef reyndar ekki leyfið á mér. en mér lízt vel á þessa gerð, og ef ég kaupi hana, mætti ég þá ekki geyma hana hérna meðan ég fer og sæki leyfið?“ „Þó það nú væri,“ svaraði Pét- ur og rétti unga manninum skammbyssuna. „Þér getið sjálf- ur séð, hún er rétt eins og ný.“ Ungi maðurinn handfjatlaði ^opnið klaufalega. Hann var sýnilega óvanur þessari gerð. Pétur tók við henni og opnaði hana fimlega, svo að small í. „Svona á að gera>“ sagði hann og beygði sig niður bak við búð- arborðið. „Ég á hérna af hend- ingu nokkur skot. Hún er hlað- in til svona!“ Ungi maðurinn tók við hlað- inni skammbyssunni. „Og þetta er öryggið, var það ekki?“ sagði hann um leið og hann skaut því frá. Klaufaskapurinn og hikið sópaðist skyndilega af honum og 12 hörkulegt glott lék um munn- vikin. — Skammbyssuhlaupið stefndi beint á brjóst Péturs. „Upp með peningakassann!11 sagði ungi maðurinn. „Ég er ekki að gera að gamni mínu!“ Pétur starði á hann eins og hann hefði dottið ofan úr skýj- unum og hafi hann andartak veigrað sér við að trúa sínum eigin eyrum. þá hvarf honum nú allur efi. Þetta var enginn gamanleikur. Hann leit í allar áttir eftir hjálp, en hún var hvergi sýnileg. Ungi maðurinn stóð þannig, að hann skyggði fyrir skamm- byssuna frá götunni að sjá. Veg- farendur myndu ekki sjá neitt athugavert. Bara að einhver rækist inn í búðina.... En þegar ungi maðurinn gekk aftur á bak út úr dyrunum með alla vasa troðfulla af peninga- seðlum, hafði ennþá enginn komið. Ungi maðurinn staðnæmdist andartak á þröskuldinum. — „Heyrið þér annars,“ sagði hann. „Þér sem eruð fornsali — viljið þér ekki kaupa góða, lítið not- aða skammbyssu? Fyrirtaks vopn!“ Þá leið yfir Pétur fornsala. Aumingja Pétur! — Aumingja Pétur fornsali! ★ Kjarnar — Nr, 35

x

Kjarnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.