Kjarnar - 01.05.1954, Blaðsíða 20
allt mun til bóta breytast. Því
að heyrðu mig, Jón,“ sagði hann,
„sem ég er lifandi maður, þá
ætla ég að leggjast með stelp-
unni. Einhverja uppbót verður
lögmálið að veita okkur, því að
til er lögmál, sem hljóðar svo:
Bíði einhver tjón, skal honum
bætt það upp. Það er búið að
stela frá okkur korninu, er það
ekki, við getum ekki neitað því,
og óheppnin hefur elt okkur
allan daginn, og úr því að ég get
ekki fengið neinar skaðabætur,
þá verð ég að bæta mér upp
tjónið á þennan hátt, við spjót
Golíats, það er ekki hægt ann-
að.“
Jón sagði: „Hugsaðu þig um,
Allan, malarinn er hættulegur
maður, og ef hann hrekkur upp,
þá getur hann limlest okkur
báða.“
Allan svaraði: „Iss, ég blæs á
hann!“ Að svo mæltu reis hann
á fætur skreið upp í til stúlk-
unnar. Hún steinsvaf, hann kom
svo nærri, áður en hún varð
hans vör, að of seint var að æpa,
og það er fljótsagt — það tókust
með þeim góðar ástir. Góða
skemmtun, Allan. Nú er að
segja frá Jóni.
Jón lá nú grafkyrr eina
klukkustund eða svo og kvart-
aði og kveinaði með sjálfum sér.
„Æ,“ sagði hann, „þetta er ljóta
klúðrið. Eg er sjálfum mér til
skammar. Félagi minn fær þó
eitthvað fyrir snúð sinn. Hann
hvílir í faðmi malaradótturinn-
ar, hann tók á sig áhættuna og
fær þrá sinni svalað. Og ég ligg
hér eins og rekadrumbur. Og
þegar sagan berst út, þá verð ég
álitinn aumingi, pelabarn! Ég
fer og geri hið sama, svei mér
þá! „Gæfa fylgir djörfum,“ eins
^og sagt er.“ Og hann reis upp,
læddist að vöggunni, lyfti henni
upp og bar hana varlega að sínu
rúmi.
Rétt á eftir hætti konan að
hrjóta og rumskaði, skrapp út
og hvarf fyrir horn, kom inn aft-
ur og saknaði vöggunnar, fálm-
aði hér og hvar, en gat ekki
fundið hana. „Ó,“ sagði hún, „ég
var rétt að segja farin að villast,
ég var í þann veginn að fara upp
í til klerksins. Sveiattan, þá
hefði ég verið illa komin.“ Og
hún hélt áfram, þar til hún fann
vögguna. Hún þreifaði stöðugt
fyrir sér með hendinni, fann
rúmið og hélt sig vera á réttri
leið, því að vaggan stóð fyrir
framan það; hún vissi ekki hvar
hún var, því að kolniðamyrkur
var inni. En hún hjúfraði sig
upp að klerknum, lá kyrr og
var í þann veginn að sofna. Eft-
ir stundarkorn færðist Jón
klerkur í aukana og hóf stór-
sókn. Slíks unaðar hafði frúin
ekki notið í háa herrans tíð;
18
Kjamar — Nr. 35