Kjarnar - 01.05.1954, Side 22
Vaknaðu, Símon, djöfullinn er
kominn ofan á mig. Ég fæ
hjartaslag, hjálp, ég ,er hálf-
dauð. Það liggur einn þversum
yfir mig og annar á höfðinu.
Hjálp, Simpkin, klerkasvínin
eru að slást!“
Jón þaut á fætur svo fljótt
sem hann gat og þreifaði fyrir
sér meðfram veggnum til þess
að finna barefli, konan stökk
upp líka, hún var kunnugri í
stofunni en Jón og fann strax
kökukefli við vegginn. Og hún
sá ljósbjarma, því að máninn
gægðist inn um gat, og í ljós-
bjarmanum sá hún báða áfloga-
seggina, en hún var ekki alveg
viss um hver væri hver, og svo
sá hún glitta í eitthvað hvítt. Og
þegar hún kom auga á það, þá
hélt hún að klerkurinn hefði
verið með nátthúfu. Og með
keflinu sló hún til af alefli og
einu sinni enn, og hélt sig hafa
ráðið niðurlögum Allans af mik- •
illi hreysti, en það var þá óvart
skallinn á malaranum, sem
höggin lentu á. Og í gólfið bylt-
ist hann öskrandi: „Æ! Ég dey!“
Klerkarnir þjörmuðu vandlega
að honum og létu hann svo
liggja, bjuggust til brottferðar,
tóku hest sinn og mjölið líka og
héldu leiðar sinnar. Og í myll-
unni tóku þeir köku úr hálfri
skeppu mjöls, prýðilega bakaða.
Þannig var malarinn dramb-
sami lúbarinn og missti af mal-
aða hveitinu og varð auk kvöld-
verðarins fyrir ýmsum útlátum
til Jóns og Allans, sem léku hann
sannarlega grátt. Enda fer það
svona, þegar malari gerist svika-
hrappur. Þess vegna segir mál-
tækið satt, sem hljóðar svo: „Sér
grefur gröf þó grafi.“ Og himna-
faðirinn blessi þetta samkvæmi,
stóra og smáa.
SKRÍTLUR
•— Hvað er refsingin fyrir tvíkvæni?
— TvEer tengdamæður!
★
— Það gleður mig að kynnast yður,
— ég hef heyrt svo margt sagt um
yður.
— Þér skuluð ekki trúa því, — það
er tóm lygi allt saman.
★
Faðirinn: — Næturklúbbur! Ég held
ég færi nú seinast á svoleiðis stað.
Sonurinn: — Já, við erum nú líka
vanir því.
★
Konan símar frá baðstaðnum:
Hef létzt um helming á fjórum vik-
um. Hvað á ég að vera lengi?
Maðurinn svarar: Vertu fjórar vik-
ur enn.
★ j
Frúin: — María, ég skar mig í fing-
urinn. Náðu í eitthvað til að vefja um
hann.
— Já, ég kalla bara í húsbóndann.
Kjarnar — Nr. 35
20