Kjarnar - 01.05.1954, Blaðsíða 24

Kjarnar - 01.05.1954, Blaðsíða 24
Hann svaraði ekki. Hann gat ekki hughreyst hana með neinu. — Jæja ... og harðfrjósa, svo að við finnumst þannig eftir þúsundir ára, hönd við hönd. Hún gat ekki séð andlit hans, en hún vissi, að augu hans brunnu í myrkrinu með órólegri glóð. Voru það átta ... nei, það hlutu að vera tíu eða tólf dagar frá því að tíbetisku burðarmenn- irnir yfirgáfu þau. Þeir höfðu strokið, ekki af fjandskap, held- ur af ótta við anda háfjallanna! Erica Carstairs hafði hælst svolítið um við John, því að hafði hún ekki varað hann við? Hún þekkti betur til hinna inn- fæddu; hún hafði áður verið í Tíbet. John var byrjandi í ör- æfaferðum, nýliði. En hann hafði haft brenn- andi áhuga á að komast til þessa fjarlæga dals, þar sem enn áttu að vera við líði, samkvæmt ævagömlum sögnum, eins konar trúarlegir dansar og leikir með tónlist og söng. John Finlay var meistari í tónlistarsögu frá Cambridge háskóla og ætlaði að skrifa doktorsritgerð um tónlist Asíu. Þessir leikdansar, sem gamall einsetumaður hafði sagt honum frá, voru aðeins sýndir einu sinni tólfta hvert ár. Efni leiksins var um ungan mann og unga konu, sem eitt sinn í fyrndinni höfðu flúið að heiman, af því að faðir hennar hafði gefið hana ríkasta bónda þorpsins. Nóttina sem þau flýðu brast á stórhríð. Hún stóð í tólf dægur — að því er sagan sagði. Þegar hríðinni slotaði, þíðviðri kom og sólin skein á ný og roð- aði fannhvíta fjallatindana, heyrði fólkið í dalnum greini- lega kveinstafi og harmsöng of- an úr fjallaskarðinu. Nokkrir hugrökkustu mennirnir fóru þangað upp og fundu stúlkuna, Sha-pai, helfrosna undir stand- bergi. Þar heyrðist harmsöng- urinn greinilegar en annars staðar á allri leiðinni, en þótt þeir kölluðu rástöfum á Phazi, elskhuga hennar, kom hann aldrei fram. Faðir Sha-pais var mjög sorg- bitinn, því að hin fagra sextán ára mær var einkadóttir hans og augasteinn. Hann lét menn- ina hrópa til anda Phazis uppi í fjallaskarðinu, að hefði hann vitað, að „litla blómið“ hans vildi heldur deyja með Phazi en lifa lengi kyrrlátu lífi með Kun- zan-tse, myndi hann kannske hafa breytt ákvörðun sinni og gefið elskendunum blessun sína, þótt Phazi væri foreldralaus og fátækur. Eftir að þessi tilkynning hins ógæfusama föður hafði verið 22 Kjarnar — Nr. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kjarnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.