Kjarnar - 01.05.1954, Page 29
ferðarinnar. Þá fyrst sagði hún
honum, að þetta væri flótti í
tvöföldum skilningi. Hún von-
aðist til þess að fá skilnað frá
Carstáirs.
Sayd Karam, liðsforingi í
fjórðu gurkha-herdeild, vakn-
aði við það, að hestarnir stöpp-
uðu óþoiinmóðlega hófum við
grjóti. Veðrið hafði lægt, og
stjörnubjart var. Utan af há-
sléttunni barst langdregið kvein.
Hýenur?
Hann vatt sér fram úr skinna-
svefnpokanum og gekk til varð-
arins, sem hafði risið á fætur og
stóð og horfði í áttina þaðan
sem hljóðið kom.
Karam var foringi indverskr-
ar framvarðasveitar, sem hélt
vörð við lestaveginn mikla góð-
an spöl handan tíbetisku landa-
mæranna. Hringt hafði verið til
hans frá höfuðstöðvunum í
Darjeeling fyrir fjórum dögum
og honum fyrirskipað að hefja
leit að tónólistarfræðingnum
John Finlay og leiðangri hans,
þar sem meðal annarra var Er-
ica Carstairs, sem nýlega hafði
fengið skilnað frá Sir Sidney
Carstairs, samkvæmt fregn í
„Times“. í leiðangrinum voru
auk Karams liðsforingja sex
gurkha-riddarar, herlæknir og
hjúkrunargögn. Ástæða var til
að óttast, að leiðangur Finlays
hefði orðið úti í einhverju fjalla-
ákarðinu. En þetta var eins og
að leita að saumnál í heysátu.
Um kvöldið hafði liðsforinginn
skipað svo fyrir, að leiðangur-
inn skyldi snúa aftur til her-
stöðvanna eftir árangurslausa
leit.
— Þetta er engin hýena,
sagði Karam við lækninn, sem
var nú vaknaður líka. — Þetta
er maður, sem hrópar. Eftir
klukkustund lýsir af deg', þá
getum við fundið hann.
Blossi frá benzínkveikjara
lýsti upp ávalt andlit læknisins
með vindling í munni.
— Það gæti verið rödd Phaz's,
fjalla-andans, sagði læknirinn
kíminn. Þeir stóðu þögulir og
hlustuðu á hrópin, sem juku á
einverutilfinningu þeirra í
þessu eilífa myrkri. Þegar
fyrsta morgunskíman sást yfir
hvössum brúnum fjallanna í
austri, stigu leiðangursmenn á
bak.
Þeir fundu fyrst yakskinna-
tjaldið með Ericu Carstairs, sem
var með fullri meðvitund, en of
máttfarin til bess að standa upp
hjálparlaust. Einnig hún hafði
heyrt hrópin utan af sléttunni.
í skini morgunroðans kom mað-
ur reikandi til þeirra. John Fin-
lay var þögull nú, en andlit hans
ljómaði af gleði er hann sá
Framh. á bls. 37.
Kjarnar — Nr. 35
27