Kjarnar - 01.05.1954, Page 31
eytt hafði ást hans til hennar.
Þá var það, að Georg fór að
venja komur sínar til þeirra ...
Skyndilega sáu þau framljös-
in á bíl, sem kom út úr hliðar-
götu, stefna beint á sig. Hún
heyrði Michael blóta. Vagninn
tók bókstaflega stökk út á ak-
brautina, snarsnerist svo og nam
staðar í einum rykk. Árekstr-
inum var afstýrt, en hún sat eins
og lömuð. Svo sá hún rétt í svip
andlit Michaels í bjarma ljós-
anna frá bifhjóli, sem ók fram-
hjá. Hendur hans voru harð-
krepptar um stýrið, svitinn bog-
aði af andliti hans, sem var eins
og steinrunnið. Henni varð bilt
við og þreif í handlegg hans:
„Michael, er eitthvað að?“
Hann reyndi að segja eitt-
hvað, en ekkert orð kom yfir
varir hans. Hann skalf frá
hvirfli til ilja. — Hafði hann
meiðst?
Hún opnaði vagnhurðina í
skyndi og stökk út. Með því að
beita öllum kröftum sínum,
tókst henni að ýta honum yfir
í sitt sæti. Það var eins og hann
vissi ekki af sér. Hann sat bara
með galopin augu, sem ekkert
sáu. Hún settist við stýrið og
ók heim á leið. Kvöldverði Ge-
orgs hafði hún algerlega gleymt!
Þegar hún kom að húsinu,
hjálpaði hún Michael upp í
svefnherbergið og kom honum
fyrir í stól. Þá hringdi síminn.
Hún hljóp niður í anddyrið og
greip heyrnartólið.
„Anna, elskan mín,“ það var
áhyggjufull rödd Georgs. „Af
hverju komið þið ekki?“
„Mér þykir það mjög le:tt,“
byrjaði hún og vissi ekki hvern-
ig hún átti að koma honum í
skilning um, að það sem skeði á
heimleiðinni, hefði í einni svip-
an svipt hulu frá augum henn-
ar, að hún vissi allt í einu að
það var Michael, sem hún elsk-
aði, og hann einn, hvort sem
hann endurgalt tilfinningar
hennar eða ekki. Svo bætti hún
við í flýti: „Það lá við árekstri á
heimleiðinni — Michael fékk
taugaáfall, ég varð að aka hon-
um heim.“
„Það var hræðilegt fyrir þig.
Hvað segir læknirinn?“
„Hann segir, að hann verði að
hafa fullkomna ró,“ skrökvaði
hún. Hún vildi ekki segja hon-
um, að hún hefði ekki náð 1
lækni. Máske myndi hann halda,
að hún hefði búið þetta til í því
skyni að sleppa við kvöldverð-
inn, og hún vildi ógjarnan særa
hann að óþörfu. „Hann hefur
unnið of mikið í seinni tíð,“
bætti hún við. Hún kom sér ekki
að því að segja Georg að öllu
yrði að vera lokið þeirra á milli
— ekki núna.
„Reyndu að sofa vel í nótt, ég
29
Kjarnar — Nr. 35