Kjarnar - 01.05.1954, Síða 37

Kjarnar - 01.05.1954, Síða 37
hraust! Eftir tvær stundir er það afstaðið. Mundu, að ég elska þig. Michael.“ Eftir tvær stundir var það af- staðið! Orðin dönsuðu fyrir aug- um hennar. Hún sé fyrir hug- skotssjónum sínum, hvernig Michael steig upp í flugvélina og tókst vegna ótrúlegrar still- ingar sinnar og stjórnar á sjálf- um sér að láta sem ekkert væri að ... Hún sneri sér skyndilega að Georg: „Hringdu til Borns!“ Svo sá hún hvernig honum leið. „Mér þykir þetta svo leitt, Ge- org, en hafir þú no.kkuru sinni elskað mig, þá hjálpaðu mér nú. Hver mínútan er dýrmæt. Ég skal skýra það fyrir þér seinna.“ Hún fór og klæddi sig í flýti. Síminn hringdi. Hún hljóp nið- ur og þreif heyrnartólið af Ge- org. Það var skrifari Borns: „Herra Born er hér ekki eins og stend- ur. Get ég ekki tekið við skila- boðum, frú Russell?“ „Jú,“ sagði Anna. „Segið hon- um að ég komi strax, og að hann verði endilega að hindra mann- inn minn í að fljúga. Hann er ekki frískur. Ég skýri allt nánar, þegar ég kem.“ „Hvað er að, Anna?“ Georg leit spyrjandi á hana. En hvað það var líkt honum að gleyma eigin andstreymi vegna hennar. „Ég hef farið illa með þig, Georg, og samt bið ég þig að hjálpa mér. Viltu aka mér til flugvallarins? Á leiðinni skal ég segja þér allt.“ Skrifstofa Davíðs Born var á annarri hæð með góðu útsýni yfir flugvöllinn. Hann kom vin- samlegur á móti Önnu, þegar hún opnaði hurðina. „Ég fékk skilaboð frá yður. En vonandi hef ég misskilið þau.“ „Þér verðið að hindra Michael í að fljúga,“ sagði hún og bar ótt á. „Taugar hans eru bilaðar. Það er sama og dauðinn að láta hann fljúga.“ Born leit út um gluggann. Þau heyrðu hávaðann frá þrýsti- loftsflugvél, sem verið var að hita upp. Hann horfði á hana. „Þegar ég fékk skilaboð yðar, skipaði ég svo fyrir, að láta hann bíða í hálfa klukkustund. Hún er nú liðin. Ég ætlaði einmitt að fara yfir í flugturninn og horfa á flugtakið, þegar þér komuð.“ „Við höfum þó talstöðina!“ hrópaði hún yfir sig komin af ótta. „í guðs bænum, þér verðið að stöðva hann!“ í sama bili kvað við gnýr frá flugbrautinni, og silfurlit ör geystist eftir jörðinni, þar til hún loks hóf sig á loft í einum rykk. „Það er of seint,‘“ sagði Born. Anna kinkaði kolli. Á leiðinni í bifreiðinni með Georg hafði 35 Kjarnar — Nr. 35

x

Kjarnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.