Kjarnar - 01.05.1954, Síða 40

Kjarnar - 01.05.1954, Síða 40
V Aðalvopn konunnar i Kitty gat ekki haldið því fram, að hún hefði ekki fengið aðvör- un. Síðasta bréf Róberts Larsen frá Ameríku, áður en hann kom heim, hefði að minnsta kosti átt að vara hana við, því að það byrjaði þannig: „Kæra Katrín! (Hann hafði aldrei áður kallað hana skírnar- nafninu svona hátíðlega.) Ég hef. hugsað töluvert þessa mán- uði, sem ég hef verið hér í Ameríku, og mér er orðið það ljóst, að hingað til hef ég ekki tekið hlutina nógu föstum tök- um! Það er nú kominn tími til þess, að ég fari að hugsa svolít- ið um framtíð mína. Ég hef ver- ið að hugsa um, að heimskulegt sé að vera hér áfram. Ég ætla að fara heim og reyna að komast inn í rafmagnsfirma og verða sjálfstæður.“ Það var meira af sama tagi, en ekkert persónulegt. Það var máske vegna þess, hvað Kitty gramdist þessi óvænti bjána- lega hátíðlegi tónn í bréfinu, að hún festi ekki sérstaklega at- hyglina við eftirskriftina: „Hef- urðu annars séð nokkuð til Jonnu Thorsen nýlega?“ Veslings, skilningssljóa Kitty. Jonna var dóttir Ludvigs Thor- sen — og hann var eigandi firma, sem verzlaði með raf- magnsvörur! En það eina, sem olli Kitty áhyggjum var það, að Róbert hafði kallað hana Kat- rínu! 38 Kjamar — Nr. 35

x

Kjarnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.