Kjarnar - 01.05.1954, Qupperneq 43

Kjarnar - 01.05.1954, Qupperneq 43
hann. „Hún kom annars til Ame- ríku með föður sínum — hann er að koma þar upp einskonar útibúi, og við fórum strax að vera saman.“ „Ha? Þú og faðirinn?“ spurði hún sakleysislega. „Nei, Jonna og ég auðvitað. Hún er dásamleg, Katrín.“ „Vafalaust! Jæja, Róbert, nú verður þú að fara!“ Hún stóð upp. „Ekki strax. Getum við ekki farið og borðað morgunverð ein- hvers staðar? Nema þú eigir eitthvað í ísskápnum?“ Hann brosti feimnislega. „Ekki svo mikið sem einn lauk. Annars er klukkan hálf fjögur, — fullseint til að borða morgunverð.“ „Ég borðaði náttúrlega klukk- an tólf,“ sagði hann niðurdreg- inn, „en ég fékk ekki í mig hálf- an, satt að segja er ég svangur allan daginn, skal ég segja þér. í Ameríku hafði ég aldrei neinn tíma, og vikurnar, sem Jonna og faðir hennar voru þar, hlupum við úr einu í annað — það er víst eins konar vaneldi.“ Hann stóð vandræðalega á fætur. „Áreiðanlega,“ svaraði hún rólega. Satt að segja héngu fötin utan á honum, en hún sagði að- eins: „Vertu sæll, Róbert!“ „Já, en — hvenær sé ég þig þá aftur?“ sagði hann aum- ingjalega. „Ég kem í brúðkaupið,“ sagði hún vingjarnlega. Klukkan fjögur daginn eftir hringdi síminn hennar. Það var Róbert. „Góðan daginn, Katrín,“ sagði hann auðmjúkur. (Ekki Kitty — aldrdei framar Kitty.) „Góðan dag,“ svaraði Kitty kuldalega. „Hvaðan hringirðu. Ertu að borða morgunverð?11 „Já — bara svolítinn auka- bita.“ Hann andvarpaði: „Mat- stofurnar eru ekki nærri því eins góðar og áður en ég fór. Maður faer ekki nóg fyrir pen- ingana. Það er líka þess vegna — ég á við, ég hef fengið prýði- lega hugmynd, Katrín.“ „Að hugsa sér! Segðu mömmu hvað það getur verið.“ „Ég hef fengið miða í leikhús- ið í kvöld — ég fékk þrj á,“ sagði hann ákafur. „Það var gott — hvað heitir systir Jonnu?“ „Hvað þá ... Nú, þú hefur ekki skilið mig. Jú, sjáðu til, mér datt í hug, að við þrjú, þú og Jonna og ég — þetta er gott leikrit, Katrín.“ „Ég hef séð það,“ greip Kitty fram í. „Já, en þú hefur ekki hug- mynd um, hvað það er, sem við ætlum að sjá.“ Kjarnar — Nr. 35 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Kjarnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.