Kjarnar - 01.05.1954, Blaðsíða 45
„Jonna, þú manst eftir Kitty,
er það ekki?“ spurði Róbert
fjörlega.
„Ó-jú,“ sagði Jonna með hárri
og skýrri rödd. „Ég man sérstak-
lega eftir hnetusalati, sem þér
framreidduð, og voruð með
svuntu, sem fór yður svo yndis-
lega, eins og þér væruð vaxin
upp í henni.“
Slanga, hugsaði Kitty, en
stillti sig. Upphátt sagði hún
vinsamlega: „Ég er líka á viss-
an hátt fædd með svuntu. Ég gef
út matreiðslubók árlega, ungfrú
Thorsen.“
„Ég veit það,“ sagði Jonna
brosandi, „en eru réttirnir yðar
ekki nokkuð fitandi?“
Það brá fyrir leiftri 1 augum
Kittyar. „Ég hef einmitt sett
saman sérstæðan hvítasunnu-
miðdegisverð, og það er vel hægt
að borða hann jyrir hvítasunnu.
Mynduð þið vilja smakka hann
— öll þrjú?“ Hún brosti einkum
tii Kristjáns.
Þessu hafði Jonna ekki búizt
við, hörð augu hennar litu
hvasst á Róbert, en hann játaði
þessu með svo mikilli hrifningu,
að viðstaddir sneru sér við og
brostu.
„Ágætt, þá segjum við á laug-
ardaginn,“ sagði Kitty með
handarhreyfingu, sem virtist
gefa til kynna, að nú gætu þau
Kjarnar — Nr. 35
farið aftur að sínu borði, við-
talinu væri lokið!
Kitty hóf undirbúning veizl-
unnar snemma á laugardags-
morgun. Yfirþjónninn, vinur
hennar, lofaði henni völdum
bita af nautakjöti, og afgreiðslu-
fólkið í verzlununum, þar sem
lrún var vel þekktur viðskipta-
vinur, snerist í kring um hana
eins og ævinlega.
En þegar hún lauk upp fyrir
gestum sínum, grunaði engan,
hversu erfiður dagur.nn hafði
verið. Hún hafði snyrt sig og
farðað mjög svo djarflega og var
klædd rósbleikum kjól vel flegn-
um og mjög víðum að neðan.
Hún hafði hvelfdan barm og var
tíguleg í framgöngu, svo að
Jonna, sem var smávaxin og
grönn, virtist tilkomulítil og lit-
laus í samanburði við hana.
Kristján hafði ekki augun af
henni og sló henni marga gull-
hamra og bætti svo við: „Finnst
þér ekki líka, Róbert?“ og Kitty
var sigrihrósandi með sjálfri sér.
Hún hafði opnað einu dósina
sem hún átti af skjaldbökusúpu
og bar fram ætisveppi og rækj-
ur með. „En sniðuglega sam-
sett,“ hrópaði Róbert himinlif-
andi og tæmdi tvo diska. Nauta-
kjöt yfirþjónsins var glóðar-
steikt, blóðrautt í sárið og þakið
gljásykruðum kastaníum og
43