Kjarnar - 01.05.1954, Side 52
erfiðleika þá, er bíða þeirra á
gamalsaldri. Þeir óttast að þeir
verði einstæðingar, veikist og
geti ekki sjálfir séð sér far-
borða. Nútíma skrum um dýrð
og gleði æskulýðsins, hefir skap-
að það heimskulega álit, að feg-
urð, lífsgleði og stórvirki falli
einungis í hlut æskunnar, eða
yngri kynslóðarinnar. Það eru
mjög margir uppi nú, sem hafa
sannað, að þessi kenning er
fjarri sanni.
Bezta ráðið til þess að fyrir-
byggja að tímatalið kúgi okkur
og eyðileggi, er frá hinum mikla
kanadiska lækni, William Osler
og hljóðar svo: „Sá, sem óttast
framtíðina, eyðir kröftum sín-
um að óþörfu, einkum taugun-
um og róseminni. Láttu hveý-
um degi nægja sína þjáningu —
og gleði.“
Þegar þér hafið losað yður
undan fargi eða oki símans,
klukkunnar og dagatalsins, eruð
þér kominn langan kafla á vegi
þeim, sem liggur til gleðilegs
lífs og farsældar. Þér getið byrj-
að með þrem einföldum reglum.
Horfið inn í sjálfan yður. Kynn-
ist yðar innra manni. Mannslík-
aminn er tilfinninganæm vél,
sem er afar fíngerð og hagan-
lega samræmd.
Þegar, er samræmið fer úr
skorðum, er illt í efni. Verði
maður óttasleginn, reiður eða
angistarfullur, sendir „sympat-
iska“ taugakerfið út hættu-
merki, og mörg líffæri og kirtlar
taka til starfa. Nýrnahetturnar
senda þegar í stað frá sér adre-
nalin út í blóðið, og auka með
því sykurmagn blóðsins, fram
yfir það sem venjulega þarf að
nota. Magakirtillinn verður að
greina insúlinið frá öðrum efn-
um, svo hann geti losnað við
það, sem fram yfir er af brenslu-
efni. En jafnhliða því brennir
líkaminn alveg hinum venjulegu
birgðum af kveikiefni sínu, eða
kolvetni, öðru nafni. Þar af leið-
ir vöntun á blóðsyRri, og of lítil
næring berst til allra þýðingar-
mikdia líffæra. Þess vegna verða
nýrnahetturnar að framleiða
nýjan skammt af adrenalinu.
Magakirtiilinn eykur brennsl-
una, og er bá h' ingrásinni lýst.
Líkamhm þohr töluvert af
því, sem nefnt hefir verið. En
allt hefir sín takmörk. En end-
urtaki þetta sig oft, verða íyrr-
nefnd líffæri og hjartað dauð-
þreytt. En þá má búast við
taugaáfalli.
Athugið sjálfan yður. Ef við
reynum óeðlilega mikið á okk-
ur, er nauðsyn á að beygt sé af,
eða hvíldarstundum fjölgað.
Önnum kafið kvenfólk, sem
aldrei ann sér hvíldar, ætti að
líta í spegilinn, er hinir þrír
harðstjórar beina svipum sínum
50
Kjarnar — Nr. 35