Kjarnar - 01.05.1954, Side 57
blöð, minnist þú óljóst þokukenndra hillinga liðinna tíða, löngu
gleymdra staða, sem stóðu þér fyrir hugskotssjónum í bernsku. Nú
virðist þér þetta draumar einir. En — ef það voru draumar, sem þig
eitt sinn dreymdi, hvaðan mundi þér hafa komið efniviðurinn í þá?
Draumar vorir eru fáránleg samsuða þeirra hluta, sem vér þekkjum.
Jafnvel einföldustu draumar vorir eru ofnir úr þráðum reynslu
vorrar. Er þú varst lítið barn, dreymdi þig að þú hrapaðir ofan af
háum tindum; þér fannst þú svífa um loftið, eins og loftsins börn
gera; þú þóttist eiga í höggi við skríðandi köngullær og þúsundfætt
kvikindi í forardíkjum; þú heyrðir undarlegar raddir og sást ann-
arlegar, skelfandi sýnir, er þér virtust gamalkunnar, svo sem við
getur borið í illum draumum, og þú starðir á árblik og aftanroða,
sem var ólíkt öllu því, er þú minntist að hafa nokkru sinni séð.
Gott og vel. Þessar daufu bernskuhillingar stafa frá öðrum ver-
öldum, öðrum tilverum, hlutum, sem þú hafðir ennþá aldrei kynnzt
í þessari veröld þíns eigin lífs. En hvaðan voru þær komnar? Hvað
merkir þetta: Aðrar veraldir — aðrar tilverur? Ef til vill munt þú
— þegar þú hefur lesið það, sem ég skrifa •— hafa fengið svar við
spurningum þeim, sem ég hef sett fram, spurningum, sem þú hafðir
spurt sjálfan þig áður en þú last bók mína.
★
Þá er að segja frá dáleiðsluaðferð Standings á sjálfum sér. Hann
liggur á klefagólfinu reyrður í spennistakkinn:
„Ég byrjaði að einbeita viljanum — einbeita honum að litlu tánni
á hægra fæti. Öllum mínum viljakrafti einbeiti ég að því, að hún
skyldi hætta að lifa í meðvitund minni. Ég vildi að hún skyldi deyja
— deyja með tilliti til alls, er mér viðkom, herra hennar, sem kom
hún ekki vitund við. Þetta var hörð barátta, það hafði Morrell sagt
mér fyrir. En það komst ekki að hjá mér neisti af efa, sem gæti
veiklað trú mína. Ég vissi, að táin sú arna myndi deyja, og ég vissi
það þegar hún var dauð. Lið fyrir lið dó hún, knúin til þess af vilja-
mætti mínum.
Úr því var það auðvelt, en hægt gekk það, það verð ég að játa.
Smám saman hættu allar tærnar á fótum mínum að vera til, lið
fyrir lið. Svo kom að því, að fætur mínir voru dauðir upp að öklum
— og svo upp að hnjám.
Sál mín var í slíku uppnámi, að ég fann ekki einu sinni til stolts
Kjarnar — Nr. 35 55