Kjarnar - 01.05.1954, Qupperneq 59
„Kjarnar" munu nú birta tvo sjálfstæða kafla úr þessari bók Jacks Londons
sem framhaldssögu, er endast mun nokkur hefti, og má óhætt fullyrða, að fáum
mun leiðast lesturinn. Hefst þá fyrri kaflinn, sem fjallar um ævintýri Darrells
Standings, þegar hann var Adam Strang.
★
ADAM STRÁNG
Ég var eitt sinn Adam Strang, Englendingur. Tímabilið, þegar ég
var uppi, var, eftir því sem mér telst til, einhvers staðar milli 1550
og 1650, og-ég varð, eins og þið munuð fá að heyra, háaldraður. Allt
frá því að Ed Morrell kenndi mér „skemmri dauðann“, hef ég iðrast
þess sárlega, að hafa ekki fyrr á ævinni lært betur sögu. Þá hefði
ég getað þekkt og staðsett margt og m:kið, sem nú er óljóst fyrir
mér. En svo sem það nú er, verð ég oft að geta mér til um stað og
tíma fyrri æviskeiða minna.
Það er einkennilegt við tilveru mína sem Adam Strang, að ég
man svo lítið frá fyrstu þrjátíu árum ævinnar. Margoft hefur Adam
Strang vaknað til lífsins, þegar ég var í spennistakkinum, en ætíð
er hann fullvaxinn, gildur á velli og fullra þrjátíu ára að aldri.
Ég Adam Strang, vakna ævinlega til meðvitundar á láglendum,
sendnum eyjaklasa einhvers staðar við miðjarðarlínu í vesturhluta
Kyrrahafsins. Þar finn ég að ég á heima, og mér finnst ég hafa dval-
ið þar nokkra hríð. Fólkið á þessum eyjum skiptir þúsundum, en ég
er eini hvíti maðurinn. Hinir innfæddu eru glæsilegur kynflokkur,
þeir eru vöðvamiklir, herðabreiðir og hávaxnir. Algengt er að karl-
menn séu sex fet á hæð. Konungurinn, Raa Kook, er að minnsta
kosti sex fet og sex þumlungar, og þótt hann sé nær þrjú hundruð
pundum að þyngd, samsvarar hann sér svo vel, að enginn myndi
kalla hann feitan. Margir af höfðingjum hans eru eins miklir vexti
og konurnar eru ekki mikið minni en karlmennirnir.
Það er fjöldi eyja í þessum klasa, sem Raa Kook ríkir yfir, þótt
minni þyrpingin í suðri sé stundum í uppreisnarhug. Þessir inn-
fæddu, sem ég bý hjá, eru Suðurálfumenn; ég veit það af því, að hár
þeirra er slétt og svart. Húð þeirra er sólbökuð, gull-brún að lit.
Tungumál þeirra, sem ég tala leikandi, er mjúkt og ríkt og söngvið,
með mjög fáum samhljóðum, að mestu samsett af sérhljóðum. Þeir
Kjarnar — Nr. 35
57