Kjarnar - 01.05.1954, Side 66

Kjarnar - 01.05.1954, Side 66
aði mér til hliðar. En hvað kærði ég mig um það? Ég var jafn há- vaxinn og hann og góðum mun þreknari; hörund mitt var hvítt, hárið gullið. Hann sneri við mér baki og ávarpaði höfðingja þorps- ins, meðan sex silkiklæddir drjólar stóðu á milli okkar. Meðan hann var að tala, komu margir hermannanna með fjöldann allan af plönkum. Þessir plankar voru um það bil sex feta langir og tveggja feta breiðir og klofnir eftir lengdinni til hálfs á einkennilegan hátt. Nálægt öðrum endanum var gat, lítið eitt víðara um sig en háls á manni. Framhald. TÖFRA- BRÖGÐ Töfrabragð með logandi kerti. Töframaðurinn kveikir á kerti, lætur það í ljósastjaka, sem verður að vera vel rúmur, og sýnir nú fingrafimi sína með því að hossa stjakanum nokkrum sinnum í hendi sér, kasta síðan kertinu upp í loftið, þannig að það svífi í boga, falli síðan öfugt niður í tóman kertastjakann og slokkni þar. Þetta bragð sýnist sannarlega ekki henta viðvan- ingum. En galdurinn er í því fólginn, að kertið er í rauninni hvítmálað blikkhylki með blý- skífu í öðrum endanum, svo að það verði þyngra þeim megin, en yzt er festur svolítill ekta kertisbútur. Þegar þessu „kerti“ er kastað upp í loftið- stingst það kollhnýs á fluginu af sjálfu sér og fellur þannig niður, að auðvelt er að grípa það í rúman stjakann. — Á myndinni sést hvernig kertið er útbúið. A er hvítmálaða blikkhylkið, B blý- skífan og C litli kertisbúturinn. ★ 64 Kjarnar — Nr. 35

x

Kjarnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.