Kjarnar - 01.05.1954, Side 67

Kjarnar - 01.05.1954, Side 67
S a in t í n i ii g u r Prófessorinn og sendillinn. Eðlisfræðingurinn heimsfrægi, Al- bert Einstein, varð þess var á járn- brautarferð er hann settist inn í borð- salinn, að hann hafði gleymt gleraug- unum sínum í svefnklefanum. Þess vegna bað hann sendil, sem var nær- staddur, að lesa upphátt fyrir sig það, sem stæði á borðseðlinum. Sendillinn brosti vingjarnlega framan í gráhærða spekinginn og sagði: „Get það því miður ekki, herra. Ég kann nefnilega ekki heldur að lesa “ ★ Nú gnýstir hann tönnuni. í þýzka bænum Hof neyddist Karl Wunerlich til þess að játa á sig inn- brotsþjófnað í kjötbúð. Lögreglan upp- götvaði nefnilega að tannaförin í hálf- étinni pylsu komu nákvæmlega heim við tennur hans. ★ Með höndina í gini Ijónsins. í Glasgow var Francis Ryan dæmd- ur í 60 daga fangelsi fyrir vasaþjófnað. Hann hafði nefnilega verið svo ófor- sjáll að stunda handverkið á skemmti- bát, þar sem 20 skozkir lögreglumenn og konur þeirra voru innanborðs. ★ Fréttir frá Nebraska. í smábænum O’Neill í Nebraska fékk eini blaðamaðurinn við eina blaðið á staðnum inflúenzu, setjarinn fékk tannpínu, varð að láta draga úr sér fjórar tennur og fara í rúmið, svo fékk prentarinn lungnabólgu og skrifstofu- maðurinn magaveiki, því næst sprakk hitalögnin — en þrátt fyrir allt þetta kom ritstjórinn aleinn út átta síðu blaði. Þrútinn af stolti horfði hann á ný- prentað afreksverk sitt ■— þá hringdi síminn: Stórviðburður ársins: Lög- reglustjóri bæjarins myrtur — aðeins kortéri of seint til að komast í blaðið. Þá sprakk ritstjórinn. ★ Æðri tónlist. Háskólaprófessor nokkur lét leika sinfóníukafla af tveimur hljómplötum fyrir stórum skara valinna áheyrenda. Hann lét þess getið, að gagnrýnin teldi kaflann á plötu númer 1 betri, og bað svo um álit áheyrenda. 59% þeirra voru á sama máli og gagnrýnin, 37% töldu kaflann á plötu númer 2 betri, og að- eins 4% uppgötvuðu, að sami kaflinn var á báðum plötunum! ★ Borðsiðum ber að íylgja. Ameríski rithöfundurinn Heming- way bauð tveimur herramönnum á Kúbu til miðdegisverðar þegar hann bjó þar. Gestirnir voru ákveðnir í því að vera kurteisir í svo göfugum félags- skap og taka vel eftir borðsiðum Hem- ingways og gera nákvæmlega eins. Þegar kom að kaffinu, tók Heming- way undirskálina og hellti á hana dá- litlum í'jóma. Gestirnir gerðu það sama. Svo muldi rithöfundurinn niður svolítið franskbrauð og bleytti það í rjómanum. Gestirnir gerðu eins. Loks reis Hemingway á fætur, — setti und- irskálina á gólfið út í horn og kallaði á kettina sína tvo. ★

x

Kjarnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.