Kjarnar - 01.05.1954, Blaðsíða 67

Kjarnar - 01.05.1954, Blaðsíða 67
S a in t í n i ii g u r Prófessorinn og sendillinn. Eðlisfræðingurinn heimsfrægi, Al- bert Einstein, varð þess var á járn- brautarferð er hann settist inn í borð- salinn, að hann hafði gleymt gleraug- unum sínum í svefnklefanum. Þess vegna bað hann sendil, sem var nær- staddur, að lesa upphátt fyrir sig það, sem stæði á borðseðlinum. Sendillinn brosti vingjarnlega framan í gráhærða spekinginn og sagði: „Get það því miður ekki, herra. Ég kann nefnilega ekki heldur að lesa “ ★ Nú gnýstir hann tönnuni. í þýzka bænum Hof neyddist Karl Wunerlich til þess að játa á sig inn- brotsþjófnað í kjötbúð. Lögreglan upp- götvaði nefnilega að tannaförin í hálf- étinni pylsu komu nákvæmlega heim við tennur hans. ★ Með höndina í gini Ijónsins. í Glasgow var Francis Ryan dæmd- ur í 60 daga fangelsi fyrir vasaþjófnað. Hann hafði nefnilega verið svo ófor- sjáll að stunda handverkið á skemmti- bát, þar sem 20 skozkir lögreglumenn og konur þeirra voru innanborðs. ★ Fréttir frá Nebraska. í smábænum O’Neill í Nebraska fékk eini blaðamaðurinn við eina blaðið á staðnum inflúenzu, setjarinn fékk tannpínu, varð að láta draga úr sér fjórar tennur og fara í rúmið, svo fékk prentarinn lungnabólgu og skrifstofu- maðurinn magaveiki, því næst sprakk hitalögnin — en þrátt fyrir allt þetta kom ritstjórinn aleinn út átta síðu blaði. Þrútinn af stolti horfði hann á ný- prentað afreksverk sitt ■— þá hringdi síminn: Stórviðburður ársins: Lög- reglustjóri bæjarins myrtur — aðeins kortéri of seint til að komast í blaðið. Þá sprakk ritstjórinn. ★ Æðri tónlist. Háskólaprófessor nokkur lét leika sinfóníukafla af tveimur hljómplötum fyrir stórum skara valinna áheyrenda. Hann lét þess getið, að gagnrýnin teldi kaflann á plötu númer 1 betri, og bað svo um álit áheyrenda. 59% þeirra voru á sama máli og gagnrýnin, 37% töldu kaflann á plötu númer 2 betri, og að- eins 4% uppgötvuðu, að sami kaflinn var á báðum plötunum! ★ Borðsiðum ber að íylgja. Ameríski rithöfundurinn Heming- way bauð tveimur herramönnum á Kúbu til miðdegisverðar þegar hann bjó þar. Gestirnir voru ákveðnir í því að vera kurteisir í svo göfugum félags- skap og taka vel eftir borðsiðum Hem- ingways og gera nákvæmlega eins. Þegar kom að kaffinu, tók Heming- way undirskálina og hellti á hana dá- litlum í'jóma. Gestirnir gerðu það sama. Svo muldi rithöfundurinn niður svolítið franskbrauð og bleytti það í rjómanum. Gestirnir gerðu eins. Loks reis Hemingway á fætur, — setti und- irskálina á gólfið út í horn og kallaði á kettina sína tvo. ★
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kjarnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.