Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 6
(i
Páll Briem.
breyting var gjörð á Jónsbók að þessu leyti með 5. gr.,
en þar segir svo:
dFull skaðabót skal greiðast fyrir beit töðu, akra ok
engja, Jió at eigi sje löggarðr um, landnámslaust fyrir
Jieira manna fé, er beit eigu í örskotslielgi, en ellegar
fullt landnám með. Skylt er at hafa löggarð um, hvar
sem hlaðið er korni eða töðu».
Eins og áður er sagt, eru þetta hin gildandi lög um
ágang á tún og engjar, og verður því að rannsaka þessa
grein nákvæmlega.
J>að, sem |iá fyrst mætir oss athugavert, er orðið beit.
I>að skiptir hjer miklu, livað það orð á að merkja; ef
það að eins merkir, að búfje sje beitt eða haldið á haga,
jiá gilda ákvæðin að einsum þau atriði, er mennannaðhvort
reka fje sitt í »löðu, akra ok engi«, eða halda því svo,
að það eðlilega renni þangað. Ef svo er, þá eru lagafyr-
irmæli þessi mjög yfirgripslítil eða smátæk. Og ef þetta
væri hin rjetta merking, þá væri eigi mikið um lagagrein
þessa að ræða. En það verður eigi álitið, að þessi merk-
ing orðsins sje hin rjetta lxjer. Orðið beit getur eigi að
eins þýtt þetta, heldur og þann verknað að bíta, og sú er
hin frumlega merking. pegar um fje er að ræða, er beit
sá verknaður fjárins, að það bítur graslendi. pessi merk-
ing kemur víða fyrir í Grágás* 1), og þar kemur jafnvel
fyrir að orðið að b eita merkir að eins það, að fje mannsbít-
ur graslendi annars 2).~' En auk þess er annað, sem tek-
Jónsbók, þangað til menn treystust eigi lengur til þess fvrir
ófróðleik og áliugaleysi. Itjettarbótin 14. júní 1314 viiðist
heldur bera vott um, að menn liafi verið farnir að leggja
þennan sið niður, og því liafi þurft að skipa þetta.
1) Grg. Ib. bls. 84. II. bls. 426.
2) (irág. II. bls. 426: Eigi varðar manni við lög, at hann beiti