Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 25
Ágangur búfjár.
25
frá því, er heyskapnr er úti, til þess er jörð frýs. pað fer
eptir árferði, hve snemma jörð frýs á haustin, og hve
snemma hún þiðnar á vorin; verða því þessitímabil mis-
iöng eptir árferði, og verður maöur því sum ár skyldur
að gjöra garðinn, en sum ár eigi. En nú verður að á-
kveða um þetta fyrirfram, áður en garðurinn er gjörður,
og verður því að fara eptir áætlun. Eptir Grágás var
fyrst vorönn, uns mánuður var af sumri, en löggarðsönn
síðan tvo mánuði, þá heyönn aðra tvo mánuði, og garð-
lagsönn síðan þann mánuðinn, er eptir var afsumrinu').
Eptir þessu var löggarðsönn ákveðinn tími 3 mánuðir af
sumrinu; er þetta í sjálfu sjer eðlilegra, úr því að garð-
iagsskyldan verður að ákveðast fyrirfram. En þar sem
Jónsbók hefur ákveðið garðlagstímann eptir árferði, verð-
ur að miða við venjulegt árferði og ákveða garðlagsskyhl-
una eptir því.
því næst viljum vjer athuga ákvæðin um vinnumenn
jarðarinnar; eptir þeim þarf maður eigi að taka fleiri
vinnumenn fyrir garðlagið. Ef ætti að fara eptir því,
livað liver hefur marga vinnumenn í hvert skipti, þá vrðu
ákvæði þessi eigi heppileg, því að það er mismunandi,
hvað menn hafa marga vinnumenn, og yrði því einn skyhl-
ur til að gjöra það, sem annar kemst hjá. En eigi er
þörf á, að skýra orðin svo. Eins og áður er getið, þarf
að ákveða um það fyrir fram, hvort garðlagsskyldan eigi
sjer stað eða ekki, og verður því að fara eptir almennum
mælikvarða. í Grágás voru eldri ákvæði um þetta; þau
sýna, að vinnumanna talan átti að ákveðast eptir því, hvað
marga vinnumenn þarf á jörðina, til þess að hún sje full-
1) Grg. Ib. bls. 91, II. bls. 450.