Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 44
Páll Briem.
44
fullnægir áskorun um, að halda húsunum vel við eða að
vátryggja þau, ef hann verður gjaWþrota eða það þarf að
gjöra fjárnám hjá honum fyrir ógreiddum vöxtum eða af-
borgun (árgjaWi) til bankans. Vextir og afborgun hafa
sama forgöngurjett og skattar og lík gjöld.
Argjaldsgreiðandi eða árgjaWsláti getur innleyst ár-
gjöWin til bankans, þegar hann vill, þó svo að hann þarf
að leita samþykkis landnefndar, ef liann vill útborga stofn-
hæð árgjaWsins, áður 10 ár eru liðin, frá því að árgjaldið
var lagt á jörðina.
Árgjaldsjörðin verður að vera nægileg trygging fyrir
árgjaWinu, og það er hún, þegar 25föld stofnhæð gjalds-
ins er eigi meiri en s/4 lilutar af virðingarverði jarðar-
innar. En þess má geta, að sjerstakri virðingu má sleppa,
þegar landnefndinni er ljóst verð jarðarinnar, og getur
þetta verið bending fyrir þá, sem lieimta óþarfá virðing
á öruggu veði.
Lögin frá 7. júlí 1891 liafa haft mikla þýðingu; í
árslok 1894 voru þegar myndaðar 6962 árgjaldsjarðir.
þetta var að eins í austurhluta Prússlands. í vesturhluta
Prússlands, þar sem búnaður stendur á miklu hærra stigi,
þar er álitið að lögin muni liafa litla þýðingu1).
Jeg mun síðar lítið eitt minnast á þessi lög í Prúss-
landi í sambandi við tillögu alþingis. En áður vil jeg
1) Sjá um Prússland: A. Fraenkel, Landbrugskrisen. Kh. 1896,
bls. 79—99. H. E. Berner, Fra jordbrugskreditens omraade
í Statsökonom. Tidskrift, Kria. 1896. bls. 106—107. Oskar
Damkier, Nogle Oplysninger i Betænkning angaaende Til-
vcjebringelse af Jordlodder for Landarbeidere. Kh. 1896.
Bilag I. bls. 12—25. Tidskrift for Retsvidenskab. 1892. bls.
214. 1893. bls. 485.