Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 83
Handbók fyrir hreppsnefndarmenn.
83
særuna ásamt athugasemdum sínum til sýslunefndar, er
leggur úrskurð sinn á málið. EDtir þessu á sýslunef'ndn:
að vera æðsta úrskurðarvald um Kosningarrjett og sjörgengi,
en það virðist þó vera alveg vafalaust, að sá sem ekki er
tekinn upp á kjörskrá, þó hann þykist eiga þar að standa,
getnr að tilstefndri kjörstjórninni leitað úrskurðar dóm-
stólanna um það, hvort hann eigi hafi þá lögboðnu liæfi-
legleika, sem útheimtast til kosningarrjettar og kjörgengis.
Nú missir hreppsnefndarmaður kosningarrjett sinn og
kjörgengi, og er honum þá skylt að víkja úr hreppsnefnd-
inni. Nefndin metur það sjálf, livort svo sje, og eins
getur hún ákveðið, að sá sem vanrækir mjög skyldur sín-
ar sem hreppsnefndarmaður, skuli víkja úr nefndinni. J>ó
er heimilt að skjóta þessum ágreiningi undir sýslunefnd-
ina, sem leggur endilegan úrskurð á málið (9. gr,).
y.
Um ástæður til að vera laus við nefnd og fara ur henni.
Samkvæmt 5. gr. eru hreppsnefndarmenn kosnir til
f> ára, og átti liðugur helmingur þeirra að fara frá eptir
3 ár; af þessu leiðir, að kosningar fara ávalltfram 3. livert
ár, og það þó einhver eða jafnvel allir sjeu áður farnir frá,
afhvaða ástæðu sem er, því þeir, sem kosnir eru í þeirra
stað. skulu að eins vera í nefndinni þann tima, sem hinir
áttu eptir. í sjö manna hreppsnefnd, eru þá þriðja hvert
ár á víxl kosnir 4 eða 3 í nefndina. Sá getur skorast
undan kosningu, sem hefur verið í nefndinni 3 ár eða
lengur, og er hann þá ekki skyldur að taka aptur við
kosningu, fyr en liðinn er jafnlangur tími, og hann hafði
verið í nefndinni (5. gr,). j'cssi orð verða að skiljast á