Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 74
74
Klemens Jónsson.
lögum, svo sem »Grágás« einkum andstætt búsetumaður,
og sama mætti ætla að væri eptir Jónsbók, en annars
kemur setningin »búandi maður« þar eigi fyrir. fað má
því að minnsta kosti fullyrða, að ekki verði hægt að sjálf-
sögðu að leggja í þessi orð hinn gamla skilning. Hvað
yngri lög snertir, þá er það, fyrst eptir að farið var að
gefa lögin á íslensku, að hægt verður að tala um, að
lagamál geti komið upp. pað verður heldur eigi í þeim
fundið neitt, er geti haft áhrif á þýðingu þessara orða,
einkum verður ekki neitt byggt á, hvernig orðum er kom-
ið að í kaupstaðarlögunum um líkt efni, sjá tvenn lög
8 okt. 1883 um bæjarstjórn á Akureyri og ísafirði 4. gr.
Heldur verður ekki neitt dregið út úr lögum 7. nóv. 1879
5. gr. þar sem stendur: »rjett er hverjum þeim búanda»
o. s. frv. J>að er víst að orðið »búandi« þýðir hjer mann,
sem hefur ábúð á jörð, sjá t. a. m. danska textann, (bú-
andi) maður bendir frekar til, að það sjeyfirgrips meira.
I ástæðunum fyrir frumvarpinu eða umræðunum er eng-
in bending um, hvernig eigi að skilja þessi orð, og verð-
ur því samkvæmt því, sem fram er tekið, og þegar þess
er gætt, að það er almenn lögskýringarregla, að leggja
eigi meiri merkingu í orðin, heldur en liggur með vissu
í þeim, að álíta, að orðið »búandi maður« þýði hvern
þann, sem hefur löglegt aðsetur í hreppnum, og þannig
hafa orðin einnig verið skilin í framkvæmdinni, einkum í
þeim hreppum, þar sem verslunarstaðir eru, Danski text-
inn »enhver i Eeppen bosiddende« bendir einnig á, að þessi
skýring sje rjett.
c. þ>ar sem það er tekið fram með berum orðum, að
kosningarrjettur sje bundinn við 25 ára aldur, þá getur
ekki komið til máls að víkja frá því, og hefur því ekki