Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 58
58
Púll Bricm.
er þess getið, að með erfðafestunni sje hindrað, að and-
virði þjóðjarðanna verði eytt, og er þetta auðvitað mik-
ilsvert. þeir menn, er sólunda eigum þjóðarinnar, eru
hættulegir menn fyrir framtíð landsins. En samt er
þetta aukaatriði, því að, ef meiri hluti alþingis vill setja
tryggingar fyrir því, að andvirði þjóðjarðanna verði eigi
eytt, þá er það mjög auðvelt, með því að leggja andvirði
þjóðjarðanna í lögákveðinn sjóð. J>etta hafa Norðmenn
gjört *). J>etta getum vjer einnig gjört. í lögunum
verður auðvitað að ákveða, hvernig veðin skuli vera, svo
að þingmenn geti eigi með þingsályktunum eða breyt-
ingartillögu við fjárlögin ákveðið, að sjóðurinn skuli lán-
aður gegn ótryggum veðum; svo verður og að ákveða,
hverjir vextir eigi að vera af lánum sjóðsins, svo að eigi
verði hægt að eyða landsfje undir yfirskini of lágra vaxta.
En þó að sjóðurinn væri þannig lögvarinn, þá gæti hann
samt sem áður orðið til framfara í landinu. Spurningin
um sölu þjóðjarðanna ætti því að vera óháð þess konar
atriðum.
í nefndinni er talað um, að hin venjulega þjóðjarða-
sala veiti eigi varanlega tryggingu fyrir sjálfsábúð á hin-
um seldu jörðum, En þar sem erfðafestueigandi á að
hafa rjett til að selja og veðsetja eignina, þó er það eigi
sjáanlegt, hvernig erfðafestan á að tryggja þetta.
J>að er vandaspurningin, hvernig á að tryggja sjálfs-
ábúð, en það er líkt um það mál, eins og spurninguna
1) Sjá um Oplysjiingsvæsenets i’ond. Pensionsfondet for Gejst-
liges Enker, Præstegaardsfondet, J ordafgiftsfondet, de civile
Embedsgaardsfond og Fisketiendefondet lög 20. ág. 1821, lög
24. sept. 1851, lög 26. sept. 1845, lög 19. júní 1882, lög 3.
júní 1874, lög 29. maí 1886, kon, úrskurð 21. apríl 1888,