Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 84
84
Klemens Jónsson.
þann veg, að hann hafi verið samfleytt í nefndinni. Hafi
þannig einhver verið samfleytt 9 ár í nefnd, þá er hann
ekki skyldur til að taka við kosningu aptur í 9 ár, en ef
hann nú samt tekur við kosningu t. a. m. eptir 2 ár, og
hefur störf á hendi í 2 ár, þá er hann aptur skyldur tit
að taka við kosningu eptir 2 ár þar frá, en eigi eptir 7
ár, sem hann annars gæti heimtað, ef hann legði nefnd-
artímana saman, og þá ekki heldur eptir 5 ár.
Sá, sem er orðinn sextugnr að aldri, er ekki skyldur
að vera í hreppsnefnd, og heldur eigi sá er situr í sýslu-
nefnd (5. gr. 2. liður). Aptur á móti getur hreppstjóri
eigi skorast undan kosningu í hreppsnefnd af þeirri ástæðu,
að hann er hreppstjóri (stj. tíð. B. 1881 bls. 1.). Ef
hreppsnefndarmaður vill af öðrum ástæðum víkja úr nefnd-
inni, verður hann fvrst að snúa sjer til lireppsnefndarinn-
ar og getur hún veitt honum lausn (9. gr.); en sinni hún
eigi erindi hans, þá getur liann leitað til sýslunefndarinn-
ar, sem leggur endilegan úrskurð á málið. það er enn-
fremur auðvitað, að sá verður að víkja úr nefnd, sem
hreppsnefndarmenn með úrskurði hafa skyldað til þess, af
því að liann hafi misst hina lögboðnu hæfilegleika fyrir
kosningarrjetti og kjörgengi, hvort sem það er um stund-
arsakir, eða fyrir fullt og allt, og hann verður að víkja
strax, og það þó hann skjóti máli sínu til sýslunefndar;
en ónýti hún úrskurð lireppsnefndarinnar, þá tekur hann
þegar sæti sitt aptur. Sem löglega ástæðu til að víkja úr
hreppsnefnd, má t. a. m. nefna, að nefndarmaður flytji al-
farinn burtu úr hreppnum, að hann hafi einhvern sjúk-
dóm, er gjöri honum lítt mögulegt að annast störf sín,
svo sem sjónleysi, dauf heyrn og þess háttar. Aptur á
móti verður það eigi talin lögleg afsökun til þess að víkja