Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 137
Löggjöf um áfengi.
137
eigi að liggja mikið fylgi á bak við. Fá lög munu brot-
in jafnmikið sem lögin um veiting ogsölu áfengra drykkja,
og allur almenningur mun gæta sín vel við að kæra slíkt.;
]>að er jafnvel svo, að ]>ót,t ólöglegar vínveitingar væru
hafðar um hönd á almennum samkomum, þá myndi jafn-
vel ekki einn einasti maður fást til þess, að bera með fús-
um vilja um þetta, hvað þá heldur að kæra brotið.
í sumum hjeruðum er það sjálfsagður hlutur, að ýmsir
menn drekka sig blindfulla, þegar farið er í kaupstað-
inn, og má þar jafnvel stundum sjá sveitabændur ráfa
um göturnar viti sínu fjær. Öll lög gagnvart slíkri
ofdrykkju vantar, og það er jafnvel eigi lagðar nokkrar
tálmanir í veg fyrir hina allra vestu ofdrykkjumenn, sem
steypa sjálfum sjer og skylduliði sínu í hið mesta volæði,
Síðan lög 10. febr, 1888 um veiting og sölu áfengra
drykkja náðu gildi, liefur drykkjuskapur alls eigi minnkað,
heldur þvert á móti aukist töluvert, eins og sjá má af
skýrslum þeim, sem prentaðar eru í stjórnartíðindunum.
í.f farið er eptir tollreikningum sýslumanna, sem eru
rjettari en verslunarskýrslurnar, ]>á er innflutningur áfengra
drykkja árin 1888—1895 þannig:
Brennivín Rauðavín Önnur vín-
og vínandi, og messuvín, föng, öl,
Ár: pottar: pottar: pottár: pottar:
1888 200816 9580 29906 96452
1889 220819 11105 35342 111869
1890 259396 9098 »« 117115
1891 327093 15427 49236 141238
1892 268407 12042 32821 136426
1893 281727 9448 36806 150295
1894 310838 12445 47531 163224
1895 360289 14622 48302 160489