Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 69
Handbók fyrir hroppsnefndarmenn g9
hugi manna fór að vakna á ýmsum málum, sáu menn
það fljótt, að svo þýðingarmiklum atriðum og stjórn sveitar-
og fátækramálefna var langt frá því vel fyrirkomið. pað
var Páll amtmaður Melsteð, sem fyrstur hreyfði því þegar
á öðru þingi, að koma á breytingu á sveitarstjórn (Alþ.
tíð, 1847. bls. 25—20). f>ar lýsir hann því best yfir, að
hann ætli sjer að koma fram með nýja uppástungu um
sveitarstjórn, og vartekið vel undir það af þinginu, skýrir
hann frá því, hvernig hann hugsar sjer hið nýja fyrir-
komulag (sst. bls. 62—63), og er það hugsun hans, að
stjórnin sje þrískipt, sveitarstjórn, sýslustjórn og lands-
stjórn, og er þetta sá sami grundvöllur, sem síðar var
byggt á; auðvitað er hugsunin tekin úr dönskum lögum. I
álitsskjali hins samaþings um að leggja niður amtmanna-
embætti er tekið fram, að sem mest þörf sje á, »að sýslu-
stjórn og sveitarstjórn komist hjer á sem fyrst, löguð
samkvæmt þörfum lands þessa« (sst. bls. 472—473).
[>að var þó ekki Páll Melsteð, sem varð til þess að
leggja frumvarp í þessa átt fyrir þingið, heldur kom fram
uppástunga frá ýmsum frjálsum fundum 1853, og var þá
málið í fyrsta skipti til umræðu; gjörði Hannes pró-
fastur Stephensen málið að sinni uppástungu, og var svo
kosin nefnd í það; fór álit hennar fram á að biðja
stjórnina um, að leggja frumvarp til sveitarstjórnarlaga
fyrir þingið, og benti um leið á hin helstu undirstöðu-
atriði, sem síðar hafa haldist að mestu óbreytt. Stefna
málsins og hið nánara fyrirkomulag var mönnum þá þeg-
ar ljóst, svo að það er furða, hvað málið hefur verið lengi
á leiðinni. Nefndarálitið var samþykkt, og brást stjórnin
vel við og lagði fyrir næsta þing 1855 frv. til sveitar-
stjórnarlaga í 30 greinum. Eptir þessu frumvarpi (átti