Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 77
Handbók fyrir hreppsnefndarmenn.
77
ingardómur fyrir verk, sem framin eru af þeim, sem
eru yngri en 15 ára, í för með sjer skerðingu
þessara rjettinda, sem komin eru undirj óflekkuðu
mannorði, og það sama á sjer stað um hegningardóma,
sem kveðnir eru upp yflr þeim, sem eru frá 15—18 ára,
svo framarlega sem hegningin fer ekki fram úr hýðingu
með reyrpriki, eða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi.
Eptir orðanna hljóðan á dómurinn að vera upp kveð-
inn fyrir þá, sem eru 15—18ára, en þettakemur í beina
mótsögn við fyrri part greinarinnar, sem leggur áhersluna
á þann tíma, sem verkið er framið á. Drýgi því maður
innan 15 ára afbrot þess eðlis, sem hjer er talað um, en
dómurinn fellur fyrst eptir, að hann er orðinn fullra 15
ára, þá er ekkert vafamál, að hann fellur undir íyrra lið
greinarinnar, og er því skilyrðislaust laus við verkanir
glæpsins í þessu tilliti, en sje þannig vafalaust að víkja
þurfi frá orðunum í 2. lið, að því er þetta snertir, eins
virðist ekki vera áhorfsmál um, að einnig megi víkja
frá orðunum að öðru leyti, þannig að lögð sje öll áhersl-
an á, livenær verknaðurinn sje framinn, en eigi livenær
dómur fellur, svo að undir síðari liðinn falli allir þeir, er
drýgja afbrot frá 15 til 18 ára, ántillits tilhvenær dóm-
ur er uppkveðinn. petta er bæði mest í samhijóðan við
fyrri liðinn, sem skoða verður sem aðalákvörðunina, og
svo er það í sjálfu sjer samkvæmt andalaganna, aðleggja
mesta áherslu á þroska mannsins, eða næmi hans til að
skilja þýðingu þess afbrots, er hann hefur gjört sig sekan
b en ekki tímann, þá er liann er dæmdur, því það get-
ur verið undir tilviljun einni komið, hvort hann er dæmd-
ur fyrir eða eptir fylltan 18 ára aldur.
Verkið sem unnið er, verður þar næst að vera sví-