Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 66
6G
Páll Briem.
Án þess langt sje farið út í þetta mál, þá er óþætt
að segja svo mikið, að það sje langt frá rjettu, að inn-
leiða ný árgjöld á jarðir, og að það ætti miklu fremur að
afnema hinar gömlu kvaðir og ítök, en einungis gegn
sanngjörnu endurgjaldi. Endurgjaldið er eðlilegt, og svo
segir jafn rjettsýnn maður og Ealbe Hansen, kennari í
þjóðhagsfræði við háskólann í Kaupmannahöfn, um tí-
undir í Danmörku: «þaö væri ranglæti að lækka eða
afnema tíundina; það væri brot á drengskaparorði við
tíundartakana, og fráleit gjöf til tíundargreiðenda« *).
Aðrar þjóðir hafa smátt og smátt sett lðg um það,
að menn skyldu eiga kost á að innleysa forn árgjöld og
kvaðir; sem vott um, að þetta liafi enn þá fullt fylgí
nútímans , má nefna lög í Danmörku, 8. maí 1894, um
heimild til að innteysa tíundir, sem nefnd ern á öðrum
stað í riti þessu, og lög á Englandi, 24. febr. 1894, um
innlausn gjalda og kvaða á jörðum og húseignum, sem
einnig eru nefnd á öðrum stað í riti þessu.
Að svo mæltu skal út talað um erfðafestuna, og í
næsta árgangi rits þessa skal nokkuð rætt um sjálfsábúð
og leiguábúð.
1) V. Falbe Hansen, Finansvidenskab I. bls. 192.
(Framli.)