Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 24
24
Páll Briem.
En sá, er eigi vill garð gera eða halda lionum síðan,
gjaldi að öllu skaða Jiann, sem af gerist. Eigi er maðr
þenna garð skyldr at gera, J)ó at liann sé beiddr, ef torf
J»arf á eykjum til at bera ...... Fimmt skal gera til
görðum at skipta ok hafa við vátta tvo, hvort er hinn
vill eða eigi, ok ábj'rgja honum síðan garðinn ok allan
usla J)ann, sem af verðr fénaðinum, hverr sem á».
Svo segir og i Landsleigubálki, 54. kap.:
«Sú er liin fyrsta iagastefna, þegar torfuþítt er, ok
til þess er menn vinna völlu sína. Sú er önnur, þá lokit
er váryrkju1) ok til heysláttu. Sú er hin þriðja, þá er
hey er hirt, ok til þess er jörð frýs. þ>otta eru laga-
stefnur þenna garð at gera ok svá milli bólstaða. J>at
heitir anna á milli. Allt þat er þar á milli spillist at
þessum görðum, þá skal í þessar stefnurbæta. Ekki skal
vinna, meðan garðönn er, nema reka smala heim ok fá
eldibranda. Eigi er maðr skyldr at gera garð, þar sem
eigi hefir fyrr verit, þó at hann sé krafðr, nema hann
geti gert sinn hlut á þrem sumrum, svá at hann taki eigi
íieiri fyrir þat vinnumenn.»
Samkvæmt þessum ákvæðum er maður ekki skyldur
að gjöra garð um haga, Jiar sem eigi hefur áður verið,
ef garðurinn er meira verk en svo, að hann verði gjörð-
ur milii anna með vinnumönnum jarðarinnar á 3 sumr-
um. Milli anna eru 3 tímabil. Hið fyrstaer frá því, er
torfuþítt er á vorin, og til þess er menn vinna á túnum
sínum, annað er frá því, er lokið er yrking túna og garða
o. s. frv., þangað til heysláttur byrjar, og hið þriðja er
1) Akureyrar útgáfau liefur: „forvirki“, eldri útgáfurnar: „vor-
verki.“