Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 151
Yfirlit yfir löggjöf í útlöndum.
151
inum sje ekki vel trúandi annaðhvort vegna breytni sinn-
ar eða vegna framkomu sinnar í málinu1).
14) Lög 10. maí 1893 breyta lögunum um eiðfesting
og ákveða meðal annars, að ef vitni skorast undan að
vinna eið á venjulegan hátt, af jiví að slíkt komi í bága
við trúskoðun Jiess eða það trúi eigi á almáttugan og al-
vísan guð, þá geti vitnið gjört hátíðlega yfirlýsing í stað
eiðsins.
15) Lög 1. júlí 1893 ákveða, að í staðinn fyrir 3 lýs-
ingar til hjónabands skuli að eins hafa eina lýsingu.
16) Lög l.júlí 1893 um rjettindi rithöfunda og lista-
manna.
17) Sjólög 20. júlí 1893erueins og dönsku og sænsku
sjólögin.
18) Lög!20. júlí 1893 um verndun hlífðarskóga og um
eyðing skóga ákveða, að samþykktir skuli setja um vernd-
un skóga, sem eru hlífð gegn skriðum, landbroti af ám,
sandfoki, sem hlífa byggðu landi, öðrum skógi o. sv. frv.,
og skulu lijeraðsnefndir setja einn eða fleiri skilríka menn,
sem eiga á hverju ári að gefa skýrslu um skógana í hjer-
aðinu. þessir menn eru launaðir að hálfu úr ríkissjóði
og að hálfu úr hjeraðssjóði. — Um aðra skúga má og
gjöra samþykktir.
19) Lög 2. maí 1894 lögleiða í Norvegi hinasvo köll-
uðu takmörkuðu hegningardóma. 1. gr. hljóðar þannig:
J’egar hegning sú, sem dómurinn ákveður, er sektir eða
fangelsi, þá má ákveða í dóminum, að fresta megi að full-
nægja hegningunni, ef miklar málsbætur eru. Dómurinn
á einkum að fara eptir aldri sakbera og undanfarandi hegð-
1) Sbr, Norsk Retstidende, K.ristiania. 1896. bls. 721—724,