Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 63
Erfðaábúð, sjálfsábúð 'og leiguábúð.
63
í>etta liefur þann kost, að árgjaldið stígur og fellur
ineð verði á afurðum landsins, en verð peninganna stíg-
ur og fellur eptir gildi þeirra á heimsmarkaðinum. Verð
peninganna er miklu stöðugra, þar sem verðlagsskrárverðið
tekur miklu meiri breytingum frá ári til árs. f>að hefur
þann mikla kost, að það lækkar að jafnaði, þegar lágt
verð er á landvörum, en hækkar, þegar hátt verð er á
þeim, og fer þetta að sumu leyti eptir árferði. það er
þannig sinn háttur á hvoru, Ef álnargjald væri miklu
heppilegra, þá væri eðlilegt, að sem allra flestum gjöldum
á bændum væri breytt og miðuð við álnir. En sú
tillaga hefur enn eigi komið fram, og bendir það á að
álnagjaldið hafi einhverja ókosti.
fess má fyrst geta, að í verðlagsskránni eru ýmsir
hlutir, sem enga þýðingu hafa fyrir ýmsa bændur. Verð-
lagsskráin er sett af samtíma mönnum; hún kemur að
sumu leyti fram eins og byggð á gjörræði, verðlagsskrár-
verðið tekur stundum snöggum breytingum. Allt þetta
getur valdið óánægju gjaldenda. Ef verðlagsskráin væri gjörð
að hinum almenna verðmæli, þá getur hún orðið eitt af
þessum stjórnmálum, sem kemur fram á hverju þingi, og
getur valdið festuleysi og óvissu í viðskiptum manna á
meðal, og þó að þetta komi ekki að sjálfsögðu fram við það,
að álnargjald væri lagt á þessar árgjaldsjarðir, þá er þetta
þó ekki ómögulegt. Nú um nokkur ár hefur verðlags-
skráin farið lækkandi, og myndi mönnum það vel líka,
en það er eigi víst að menn myndu fella sig eins vel við
hækkunina, og þó að fiskur, lýsi eða skinnavara hækkaði
mikið í verði nokkur ár, þá er eigi víst, að hagur sveita-
bænda batnaði að sama skapi.
Oánægja manna í Norvegi með korngjaldið bendir