Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 33
Ágangur búfjár.
33
það mætti ætla, að með þessum ákvæðum væri inn-
leidd skylda til að hlaða varnargarða í merkjum, ef
að eins 5 búar meta slíkt skyldu manns. J>ví fremur
mætti ætla slíkt, sem orðið merkigarður eptir Jónsbók, er
varnargarður í merkjum x), enda getur orðið merkigarð-
ur ekki haft nokkra aðra skynsamlega þýðingu, því að það
væri ekkert vit, að hlaða garð í merkjum, að eins til að
sýna landamerki, þar sem merkjavörður og merkjasteinar
geta ætíð gert sama gagn, og verið þó margfalt kostn-
aðarminni. Ef þetta væri svo, þá væru ákvæði Jónsbókar
um skyldu manna til garðlags orðin þýðingarlaus. pað
skiptir því miklu, hvort hin nákvæmu fyrirmæli um garð-
lagsskyldu manna eptir Jónsbók eru orðin þýðingarlaus, en
í þess stað væru menn háðir áliti 5 búa, sem gæti ver-
ið meira og minna gjörræðisfullt, og því er nauðsynlegt
að athuga þessa skoðun.
Eins og áður er sagt, getur merkjagarður bæði eptir
eðli málsins og eptir Jónsbók að eins þýtt varnargarð
(gripheldan garð) í merkjum. J>rátt fyrir þetta vilja menn
nú á tímum gjöra mismun á merkjagarði og varnargarði
í merkjum 1 2), og eptir því verður merkjagarður að eins að
vera garður, sem sýnir glögg landamerki, þó að hann veiti
landinu enga vörn eða gjöri nokkurt annað gagn. I>ótt
undarlegt sje, þá hlýtur orðið merkjagarður í 2. grein
landamerkjalaganna að hafa þessa þýðingu. I>ar segir
svo, að þar sem eigi sjeu glögg landamerki, er náttúran
hafi sett, svo sem fjöll, gil, ár eða lækir, heldur sje farið
eptir sjónhending, þar skuli setja marksteina, hlaða merkja-
1) Jb. Llb. 31. kap.
2) Alþ. tíð. 1891 II. bls. 419.
Lögfræðingur I. 1897.