Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 23
Ágangur liúfjár.
23
J>ví næst munura vjer athuga garðlagsskyldu manna.
Saknæmi ágangsins er í Jónsbók eigi að eins miðað við
|iað ástæði, er gildir garðar eru um land manns, heldur
og hvort menn eru garðlagsskyldir eða eigi, þannig aðsá,
sem er garðlagsskyldur, missir skaðabóta, ef búfje annara
gengur á land hans fyrir garðleysi hans, og ef ágangur
verður fyrir garðleysið, verður hann að gjalda skaðabætur
lyrir slíkan ágang, hvor svo sem á búfjeð (sjá Jb. Llb.
)]. kap.: nnema hinn hafi eigilöggarð, þarerhann skyldi
iafa, ok missi þá skaðabóta«. Llb. 32. kap,: »En sá, er
ági vill garð gera eða halda honum síðan, gjaldi at öllu
skaða þann( sem af gerist«).
í>að er því auðsætt, að hjer er næsta mikilsvert, að
rannsaka garðlagsskyldu manna.
Fyrirmæli Jónsbókar um þetta efni eru talsvert flók-
in, því að ákvæði í Landslögum Magnúsar konungs Laga-
bætis og hin fornu ákvæði hjer á landi í Grágás hafa
verið sett á allmiklum tvístringi í Jónsbók. Yjer verð-
um því að taka orðrjett upp lögmæli Jónsbókar, til þess
að athuga þau sem best.
Garðlagsskylda manna er mismunandi eptir því, hvort
gjöra skal garð af nýju, þar sem garður hefur enginn áð-
ur verið, eða garð skal gjöra, þar sem garður hefur áður
verið.
Yiljum vjer fyrst rannsaka skyldu manna til að
gjöra garð, þar sem enginn hefur áður verið.
Um þetta eru ákvæði í Jónsbók, Landsleigubálki, 32.
kap., er svo hljóða:
»Ef menn vilja löggarð hafa bæja í millum, þar sem
eigi hefir fyrri verit, girði at jarðarmegni sá, er liafa vill,
ok sá, er til móts á, ok at jarðarhöfn haldi hvárr síðan.