Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 132
132
Löggjöf um áfengi.
vera vill. f'annig má setja sem skilyrði fyrir veitinga-
leyfinu, að veitingamaður skuli jafnan hafa eigi að eins
rúm og vistir handa ferðamönnum, heldur og hús og hey
lianda hestum þeirra, að liann megi að eins veita ferða-
mönnum áfenga drykki, að hann ekki megi veita drukkn-
um mönnum vínföng eða alræmdum ofdrykkjumönnum,
að hann megi ekki veita vínföng nema á ákveðnum tím-
um, að hann skuli hafa nákvæma bókfærslu um veiting-
arnar, að hann skuli eigi veita áfenga drykki nema fyrir
borgun út í hönd o. sv. frv. Leyíisveitendur gætu jafn-
vel tekið upp Gautaborgarlagið á líkan hátt, sem í Nor-
vegi og Svíaríki.
pessi lög eru strangari en lög t. a. m. í Norvegi;
þau eru hvorki í samræmi við hugsunarhátt almennings
eða löggjöfina að öðru leyti; þannig er verslun með á-
fenga drykki mjög litlum takmörkum háð.
Kaupmenn hafa leyfi til að selja áfenga drykki í
því kauptúni, þar sem þeir hafa keypt borgarabrjef, ef
kauptúnið er löggiltur verslunarstaður, svo og á öðrum
löggiltum verslunarstöðum, ef þeir versla á skipi (lög 7.
nóv. 1879. 2. og 3. gr.j. Kaupmenn mega ekki selja
minna í einu af öli en '/4 tunnu, efþað er í trje-ílátum,
en ef það er á flöskum, minnst 5 þriggja pela flöskur eða
10 hálfflöskur (1V2 pela fl.). Ef ölið er selt í öðrum í-
látum, þá verður eðlilegast að miða þau við trje-ílát,
nema því að eins að það sje eigi stærra en þriggja pela
flaska. Kaupmenn mega ekki selja minna í einu af öðr-
um áfengum drykkjum (víni brennivíni, rommi, kognaki,
púnsextrakt eða því líkum drykkjum) en 3 pela. peir,
sem eigi hafa verið settir í ströffunarhús til erfiðis eða
með öðrum orðum verið dæmdir fyrir afbrot svíðvirðilegt