Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 17
Ágangur búfjár.
17
verður sa<ft frá, þá er þetta sama sem örskotslielgin forna.
petta kemur mjög vel heim við ýms fyrirmæli í Jónsbók
og Grágás ogjafnvelorð rjettarbótar Eiríks konungs Magn-
ússonar, sem áður hefur verið nefnd, þar sem gjörður er
munur á því, hvort menn eiga beit í örskotshelgi eða eigi.
En eins og síðar mun sagt verða, er aptur á móti í Jóns-
bók miðað við 200 faðma tólfræða.
í sambandi við fyrirmæli Jónsbókar um, að maður
Gautlöndum), að, þá erfaðír hansheit. (c: alþingisforseti Jón
Sigurðsson á Gautlöndumj átti í landamerkjamáli við Lund-
arbiekku, og merkin voru samin, var á sama tíma verið að
reisa kot i Luudarbrekku landi — Stórás, sem er byggður
— en þá kom upp, að nýbýii þetta var of nærri landamerkj-
unum — c. 120 faðma frá þeim — og þurfti því Lundar-
brekkueigandi, að fá leyfi til að láta kotið standa.“
Binar prófastur Jónsson í Kirkjubæ í Hróarstungu, sem
er fjölfróður mjög um marga hluti, hefur sagt mjer, að, þá
er hann var prestur á Felli í Sljettuhlíð, hafi hann talað um
þetta við Björn dannebrogsmann þórðarson á Skála, sem dá-
inn er fyrir fáum árum, fjörgamall, og var hreppstjóri yfir
eða um 50 ár, og sagði Björn skýlaust, að eigi mætti að lög-
um byggja nær landi annars manns en 200 faðma tólfræða.
Enn fremur hefur hann skrifað mjer um venju á Austur-
landi íbrjefi, dags. 12. ág. 189tí: „Hálfáttræðan bónda hjer
hef jeg spurt um húsafjarlægð frá landamerkjum, og kvaðst
hann ætíð hafa heyrt, að hús mætti eigi byggja nær landa-
merkjum en svo, að 200 faðma tólfræð væru á milli. Og
það kvaðst hann hafa heyrt með, að hús þyrfti að vera svo
langt frá landamerkjum, að eigi næði manni skot úr annars
landi, ef maður stæði á húsinu. þó þekkti hann eigi örskots-
helgi.
þetta vona jeg, að þú kallir góðaupplýsingu og þurfir eigi
meira, því að almennt mál er það, að hÚ3 megi ekki byggja
uær landamerkjum, en 2 hndr. faðmar tólfræðir sjeu á milli.“
Lögfræðingur I. 1897. 2