Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 70
70
Klemens Jónsson.
stjórn sveitarmálefnanna að vera í höndum hreppsnefnda
og amtsráðs (en engin sýslunefnd átti að vera); í hrepps-
nefndinni áttu ætíð einn prestur og hreppstjóri að vera,
og auk þess nokkrir kjörnir menn; sýslumaður mátti
sækja fundi hreppsnefnda og taka þátt í atkvæðagreiðslu,
ef hann vildi. Verksvið hreppsnefndanna var langt frá
því nógu greinilega ákveðið. í amtsráðinu átti að sitja
amtmaður og í Suðuramtinu biskup, en í hinum ömtun-
um einhver prófastur og 5 aðrirmenn; meðalstarfa þeirra,
er amtsráðið átti að hafa á hendi, var einnig það að úr-
skurða ágreining milli hreppsnefnda eða sýslna um fram-
færslu fátækra. fingið setti nefnd í málið, og kom hun
fram með ýtarlegt álit, og var þar eindregið farið fram á
að sýslunefnd yrði bætt við sem millilið, þó þótti það og
eigi rjett, að prestur og hreppstjóri væru sjálfkjörnir í
hreppsnefnd; að sýslumaður mætti á fundum fjell við
það, að stungið var upp á sýslunefnd, sem hann væri
oddviti í. Enn var stungið upp á 4. lið, 7 manna nefnd
kosinni af alþingi. Um málið urðu mjög langar umræður,
og alls kom fram 101 breytingartillaga við frv. stjórnar-
innar. Málinu lauk svo, að þingið aðhylltist tillögur
nefndarinnar, og var málið þannig afgreitt frá þinginu.
Með konungs úrskurði 27. maí 1857 !) var skýrt frá,
að breytingar þær, er alþingi hefði stungið upp á, væru
þess eðlis, að eigi væri hægt að taka þær til greina. Mál-
inu var því frestað fyrst um sinn, og leitað álits amt-
manna, einkum um sýslunefndirnar. Árið 1859 var mál-
ið enn á ný tekið fyrir á þingi, og þá borið upp af þing-
manna hálfu; nefnd var sett í það, og fór álit hennar
1) Lovsam). for Island 17, B. bls, 138.