Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 88
88
Klemens Jónsson.
VII.
Hinir einstöku meðlimir hreppsnefndarinnar, oddvití,
gjaldkeri
Hreppsnefndín kýs sjer formann úr sínum flokki, er
nefnist oddviti, og skal liann kosinn árlega fyrir hvert
fardagaár; enginn er skyldur að hafa oddvita störf á hendí
lengur en 3 ár í senn, og má hann þá vera laus jafn-
langan tíma. Oddviti skal ætíð kosinn á síðasta árs-
fundi, þ. e. síðasta fundi nefndarinnar áður en kosningar
fara fram, og sjer þess árs oddviti um það eins og annað;
ef hinn kjörni oddviti á að fara frá, og verður eígi end-
urkosinn, gildir sú kosning að eins til bráðabirgða, og
lætur þá nýja nefndin kosningu fara fram á fyrsta fundí
sínum (10. gr. 1. liður). þetta ákvæði er mjög óprakt-
iskt, enda kemur það víst sjaldan fyrir, að hreppsnefndin
fari að kjósa þann fyrir oddvíta, er frá á að fara, og ef
til vill ekki einu sinni skyldur að taka á móti kosningu,
Heppilegast virðíst, að nefndin komí undír eins saman, og
búið er að kjósa, og á þessum fyrsta ársfundí sínum um
sjálft fardagaleytið, og kjósi þá oddvita fyrir árið. Vara-
oddvita skal kjósa, er sje í stað oddvita í hans forföllum.
Kosning oddvita og varaoddvita er gild, þá er þeir hafa
fengið yfir Iielming atkvæða þeirra, er gi-eidd eru af við-
stöddum nefndarmönnum, það útheimtist því ekki, að allir
nefndarmenn sjeu viðstaddir. Fái enginn yfir helming
atkvæða (fjögur í sjömanna nefnd, ef allir mæta), skal
kjósa á ný óbundnum kosningum; fái þá heldur enginn
nægan atkvæðafjölda, skal fram fara bundin kosning milli
þeirra tveggja, er hafa fengið flest atkvæði; liafi fleiri en
tveir fengið jöfn atkvæði við síðari kosninguna, ræður