Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 103
1U3
Fjenaðartíund.
Samið hefur
Páll Briem.
Fyrstu tíundarlög vor, sem að nokkru leyti gilda enn þá,
voru lögtekin á alþingi 1096, öllu fremur en 1097, og
eru þau því rjettra 800 ára. Að rjettu lagi hefði átt að
minnast þessa 800 ára afmælis með ritgjörð um lögin,
því að bæði eru þau liin elstu af gildandi lögum landsins,
og svo má segja, að þau hafi verið grundvöllur menning-
ar og menntunar þjóðarinnar. En ritgjörð um tíundar-
lögin verður að bíða í þetta sinn.
Eptir binum fornu tíundarlögum áttu menn að telja
fje sitt, lönd og lausa aura, skuldlaust, virða sjálfir og vinna
eiða að, ef eiða var beiðst. Stóð svo fram yfir siðabót,
en með alþingissamþykkt (júlí) 1574 var ákveðið, að dauða
muni skyldi fella í tíund, þannig að 3 hundruð skyldu
teljast sem 1 hundrað, og var þetta staðfest með alþing-
isdómi (júlí) 1601; með alþingissamþykkt 30. júní 1604
var ennfremur ákveðið, að eyðijarðir skyldi fella til tí-
undar sem dautt fje. pessar samþykktir eru að því leyti
merkilegar, að þar kemur fyrst fram í lögum rorum sú
hugsun, að miða tíundina við aröbæra muni. Ogvarð sú
hugsun síðar svo rík hjá mönnum, að jafnvel Páll Yídalín