Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 30
30
Páll Briora.
Landsleigubálki, 31. kap. þar sem segir, að þeir, er garð
vilji liafa, skuli »bjóða hinum til, er í móti eigu, atgirða
sinn hlut«, og af Llb. 32. kap. þar sem segir: ngírði at
jarðarmegni sá, er liafa vill, ok sá, er til móts á.«
pað verður ]iví að teljast rjett, að skyldan til að
gjöra garðahvíliá jarðeigendunum eptir jarðarmagní þeirra,
en eins og áður er sagt, þá á að skipta görðum til garð-
lags milli þeirra. í Grágás voru nákvæm fyrirmæli um
það, hverjir skyldu skipta görðum til garðlags J). í Jóns-
bók eru ákvæðin um þetta vafasamari, en ákvæði hennar
verður að telja úr lögum numin, og þar sem þau liafa
að eins þýðing fyrir rjettarsöguna, skal sleppt að rann-
saka ákvæði liennar um þetta efni. Eptir núgildandi lög-
um verður að álíta, að skipting á görðum til garðlags
eptir jarðarmagni heyri undir störf úttektarmanna. Sjá
lög 12. jan. 1884, 33. gr.
Aptur á móti verður að álíta, að enn sje í gildi á-
kvæði Jónsbókar um það, hvernig eigi að leggja varnar-
garð í merkjum.
í Landsleigubálki 32. kap. segir svo: »Ef þar verðr
liöggskógr eða eggver eða töðuvöllr fyrir, þar skal fyrir
nes girða, en í gegnum, ef rifhrís er fyrir, ok svá, ef
engjar eru fyrir, ok bæta þeim, er átti, annat engi jafngott
ok jafnhægt ok at öllu jafnmikit. Fimmt skal gera til
görðum at skipta ok liafa við vátta 2, hvort er hinn vill
eða eigi.«
Eins og áður er sagt, verður að telja ákvæði þessi í
fullu gildi, og viljum vjer því fara um þau nokkrum
orðum.
1) Grg. II. bls. 445—450, Ib. bls. 87, 89.