Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 42
42
Páll Briem.
bændurnir fengu betri kjör, þá mátti búast við að þeir
gætu komið búnaðinum í betra lag hjá sjer. J>ar að auki
mátti styðja þýsku bændurnar gagnvart Pólverjum, sem
eru nokkuð fjölmennir í austurhluta landsins, og sem allt
af hyggja á frelsi lands og þjóðar. Af þessum ástæðum
var veitt með lögum 2G. apr. 1886 100 milj. marka (89
milj. króna), sem verja mátti í þessum tiigangi í fylkjun-
um Vestur-Prússlandii og Posen. I marsmánuði 1894
voru á þennan hátt mynduð 1606 bænda býli fyrir nálega
60 milj. krón,
petta hefur verið tekið hjer fram af því, að þessilög
26. apr. 1886, sem kölluð eru »Póllandslögin«, hafa inn-
leitt árgjaldskvaðir á jörðum. Býlin, er mynduð voru,
mátti selja eigi að eins fyrir borgun út í hönd, heldur og
gegn stöðugu, óuppsegjanlegu árgjaldi, ef kaupandi vildi
það heldur, ogþetta árgjald mátti miða eigi að eins við
peninga, heldur og við kornverð eptir verðlagsskrá. Lögin
þóttu reynast vel og urðu þvi undanfari eða brautryðj-
andi annara miklu víðtækari laga. I austurfylkjum Prúss-
lands eru miklir flákar óræktaðir, bæði heiðaiönd og mýr-
lendi, sem stjórnin áleit að menn myndu taka tilræktun-
ar, ef þeir gætu fengið kaup á þeim gegn árgjaldi. í
þessum tilgangi voru settlög 27. júní 1890 um árgjalds-
jarðir (Kentengúter).
Eptir þessum lögum er heimilt að selja jarðir gegn
því, að hinn nýji eigandi greiði árlegt gjald, annaðhvort
eptir krónutali eða eptir kornverði í verðlagsskrá.
í samningnum um jörðina máákveða, hvort árgjald-
ið skuli vera óuppsegjanlegt eða að því megi segja upp,
og má þá ákveða í samningnum uppsagnarfrest og inn-
lausnargjald. Ef ekkert er ákveðið í samningnum, skal