Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 127
Liöggjöf um áfengi.
127
doll. og annars 500 doll. f>etta var tekið upp í ýmsum
ríkjum, og sumstaðar var settur svo hár skattur, að hann
var samasembann. í Englandi er borgað gjald fyrir veit-
ingaleyfi, og er það frá 81 kr, til 1080 kr. í Belgíu er
borgað fyrir veitingaleyfi frá 42 kr. til 140 kr. Adolph
Jensen segir, að hár skattur hafi reynst betur í bæjunum
en hjeraðabannið. Hái skatturinn hafi útrýmt vestu
drykkjusmugunum, og veitingamenn, sem hafi orðið að
greiða þetta gjald, hafi haftáhuga fyrir því, að aðrir hefðu
eigi ólöglegar veitingar. Ef skatturinli aptur á móti er
svo hár, að hann er sama sem bann, þá kaupir enginn
neitt veitingaleyfi; svo er farið að selja áfenga drykki í
laumi og drykkjusemi eykst; verður þá hái skatturinn til
ógagns.
4. Gautaborgarlagið. Einsogáðurersagt, erveit-
ingaleyfi stundum komið undir samþykki bæjarstjórnar eða
sveitarstjórnar. Árið 1860 fjekk ein útborgin við Gauta-
borg, sem hafði sjerstaka bæjarstjórn, bannað allar veit-
ingar í bæjarfjelaginu, svo að drykkjumennirnir þar leit-
uðu inn til Gautaborgar; borgarmenn sáu að eigi mátti
við svo búið standa. Bæjarstjórnin í Gautaborg ákvað
því, að veitingar skyldu fengnar í hendur samlögum (hiuta-
fjelögum). Af ágóðanum skyldi fyrst greiða hæfilega vexti
af stofnfjenu, en hinn hlutinn skyldi ganga til bæjar-
þarfa. Síðan hefur verið ákveðið, að nokkur hluti skyldi
renna í ríkissjóð. Gautaborgarlagið hefur rutt sjer tíl
rúms í flestum bæjum í Svíaríki, og komíst á bæði í Nor-
Vegi og Finnlandi. Gautaborgarlagið hefur reynst heldur
vel; það hefur hindrað drykkjuskap, og bæjarfjelögin og
sveitarfjelögin hafa haft stórmiklar tekjur af veitíngunum.
Fyrir því liafa menn orðið hræddir um, að bæjarmenn