Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 51
Erfðaálmð, sjálfsábúð og leiguábúð.
51
«. Eigi má skipta eigninni sundur, eigi leggja hana
við aðra jörð, eða skipta henni fyrir aðra lóð, án
leyfis sveitarstjórnar ográðgjafa.
Um sölu og erfðir gilda að ýmsu leyti sjerstakar
reglur, sem hjer skal sleppt.
Tillögur nefndarinnar hafa fengið misjafnar undir-
tektir, en líklega nær málið þó fram að ganga með
liokkrum breytingum. það hefir enginn maður komið
fram með tillögu um, að husmenn fengju lóðir sínar
til erfðafestu með rjetti til að selja og veðsetja, eins og
sumir vilja 'fara með þjóðjarðirnar, eða með öðrum orð-
um, að selja þær gegn ævarandi árgjaldskvöð. Aptur á
móti hafa menn komið fram með tillögu um að lmsmenn
fengju lóðirnar til erfðafestu, án rjetts til að selja þær og
veðsetja; tillögur þessara manna hafa ekki fengið hið
minnsta fylgi, og er einkennilegt að lesa orð eins þessara
tillögumanna um það, hversu menn eru tillögu lians frá-
hverfir.
«Hvað erfðafesta er,» segir hann, «veit 'fólk, bæði
húsmaðurinn sjálfur, lánarar hans og aðrir, sem hann
skiptir við. — |>ar sem þetta fyrirkomulag eigi hefur getað
fengið fylgi, þá kemur það af orðinu: festa. f>að orð
hefur, eptir því sem tímar liðu fram, fengið á sig hatur,
svo að það hatur verður ekki afmáð. þegar orðin «eign»
og «festa» eru sett hvort við hliðina á öðru, þá munu
allir húsmenn þegar í stað skoða «festu» beinlínis lakari
og verrio1)
pessi orð eru ljós vottur um það, hvert álit menn í
1) Yilh. Lassen, Landbokommissionens Betænkning í Tilskueren,
Kh. 1896. bls. 685—686.
4*