Lögfræðingur - 01.01.1897, Blaðsíða 76
7G
Klemeris Jónsstm.
ákveði hvað orðin uóflekkað mannorð« þýði. f>etta verð-
um vjer að álíta, og einmitt 3. gr, í þessu efni bendi til
þeirra. þannig stendur í 4. gr. í tilsk. 8. mars 1843
um alþing «að hann haíi óflekkað mannorð. Enginn má
þess vegna fremja kosningarrjett, sem fyrir nokkurn mis-
gjörning er dæmdur til að missa embætti, æru, borgara-
rjettindi, ellegar sem annars með dómi, er fundinn sekur
í nokkru eptir almennri meining smánarlegum gjörningi.«
Með orðinu þess vegna er nú benttilþess, að skýring-
in á, hvað »óflekkað mannorð« sje, sje í þeim atriðum,
sem þar eru talin upp, og er í greininni bæði lögð áhersla
á hegninguna og verknaðinn; orðið ))gjörningur« þýðir
iisaknæmum gjörningur, sem orðið nmisgjörning». Enn
skýrara er þó skilningur orðanna tekinn fram í hinum nú-
gildandi kosningarlögum tilalþingis 14. sept. 1877. 3, gr.
»Enginn getur átt kosningarrjett, nema hann hafi óflekk-
að mannorð, en sá verður eigi talinn að hafa óílekkað
mannorð, sem sekur er orðinn að lagadómi um nokkurt
það verk, sem svívirðilegt er að almenningsáliti, nema
því að eins, að hann hafi fengið uppreist æru sinnar sam-
kvæmt tilsk. 12. mars 1870«. Samkvæmt þessu vorður
að leggja aðaláhersluna á verkið, sem unnið er; verkið
getur þýtt bæði saknæman og ósaknæman verknað, en
það er ljóst, að hjer þýðir það saknæman verknað sbr.
orðið »misgjörning«, sem áður er um getið, og 1. gr. í
tilsk. 12. marz 1870, sem talar um, að sá sem dæmdur
hefur verið fyrir eitthvert, að almenningsáliti svívirðilegt
verk, sje búinn að úttaka refsinguna, eða hegningin
hafi verið gefin honum upp, geti fengið uppreisn. J>annig
er þá skýringin á orðunum, nóflekkað mannorð« fengin.
Eptir 6. gr. í nýnefndri tilskipun hefur þó eigi hegn-