Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 2
ÚRJÖNSBÖK
Aðventumenntir
Árlegt bókaflóð á íslandi er til vitnis um þá
bókfræðilegu staðreynd að íslenskir rithöf-
undar búa yfir meiri seiglu og löngun til
vinnu en aðrar starfsstéttir. íslendingar, þess-
ar fáu hræður sem skilja íslensku, hafa öld-
um saman reynt að móta svo hlutskipti rit-
höfunda og skálda að neyð og sultur þröngv-
aði þeim til að sleppa pennanum og taka sér
eitthvað þarflegra fyrir hendur en að breyta
ísienskri hugsun í bókmenntir. Slíkar efna-
hagsiegar aðgerðir í bland við pólitískar of-
sóknir og fyrirlitningu hafa engan árangur
borið, hvorki fyrr né síðar. Trekkvindur í torf-
kofum olli innblæstri, hungrið skerpti hugs-
unina og þjóðin situr nú uppi með kynstrin
öll af bundnu og óbundnu máli og slatta af
bókmenntafræðingum til að lesa það fyrir
fóik sem hefur nauman tíma til bókrýni og
nánast engan í vetur á meðan menn reyna
að skilja reglur um virðisaukaskatt. Minnir
ástandið í bókmenntum sumpart á stöðuna í
landbúnaðarmálum þar sem aldrei hefur
iánast að samræma framleiðslu og eftirspurn
og giidir haugar af fjallalambi og gæða-
smjöri teygjast upp í víðbláins veldi og koma
engum að notum en kosta þjóðina bæði fé og
fyrirhöfn. Þarf ekki frekari vitna við þegar
fullyrt er að íslenskar bókmenntir eigi sér
rætur í íslenskri bændamenningu.
Það er engu líkara en íslenskir rithöfundar
og skáld hafi aldrei áttað sig á að bókmenntir
fara í taugarnar á þjóðinni. Þeir hafa í engu
dregið úr skriffinnskunni þó að tekin væri
upp á þessari öld sú skipan mála að styrkja
höfunda af almannafé í þeirri einlægu von
að þeir segðu lausum öðrum störfum, skrif-
uðu meira og syltu meira og gæfust að lok-
um upp á iðju sinni. Þeir höfundar jafnvel,
sem hlutu slíkan styrk þjóðarinnar í þakk-
lætisskyni fyrir að þótti sannað að þeir gætu
ekki búið til bókmenntir, hafa haldið áfram
að skrifa og gefa út og auka þar með álag á
bókasafnsfræðinga. Þessi tregða íslenskra
rithöfunda til að hætta að skrifa hefur í
þokkabót valdið nær óþolandi togstreitu í
hugum þjóðar sem vill standa undir nafninu
„bókmenntaþjóð" en hefur ekkert tóm auk-
reitis frá sjónvarpi og erlendum myndbönd-
um til að lesa bókmenntir. Veldur það þjóð-
inni sálarkvölum að þurfa sí og æ að fara
undan í flæmingi, þegar tal útlendinga berst
að bókmenntaáhuga landsmanna, og henni
er enginn greiði gerður með því að bætt sé
án afláts við þær bókmenntir sem fyrir eru.
En íslenskir rithöfundar láta ekki segjast.
Þeim virðist líkt og tannlæknum standa á
sama hjartanlega um veraldlega afkomu
sína og strita eins og tannlæknar myrkranna
á milli langt fyrir neðan öll lágmarkslaun og
þann lífskjarastuðul sem aðrar starfsstéttir
telja vera sjálfsögð mannréttindi. Margir rit-
höfundar byrja að skrifa og gefa út áður en
býlisheimili í niðurdrepandi umhverfi og allir
eru nöturlegir og niðurdrepandi nema sögu-
hetjan sjálf og allt á niðurleið hvort sem
staldrað er við á klósettinu inní eldhúsi eða
uppí hjónarúmi. Því er lýst síðan í mörgum
bindum og jafnvel skólaútgáfum til bók-
menntakennslu hvernig umrót nútímans,
aðild að Atlantshafsbandalaginu, varnar-
samningurinn og Mogginn ieggjast á eitt
með erlendum áhrifum og fullorðnum per-
sónum undir áhrifum að brjóta niður sann-
an, hreinan, sakleysis- og friðelskandi ís-
lenskan kjarna söguhetjunnar. Þegar yfir
lýkur í þriðja eða fjórða bindi er búið að lýsa
fyrstu kynreynslu söguhetjunnar og sanna
endanlega illsku kapítalismans.
Er höfundum þessara sagna mikil eftirsjá
að gullöld íslenskrar menningar frá því fyrir
hernám og Morgunblað, svonefndu „alullar-
skeiði", og mikil synd — bæði fyrir þá og les-
endur — að þessir höfundar skuli ekki hafa
verið uppi miklu fyrr en raun ber vitni.
Af eftirtektarverðum nýjungum í íslenskri
skáldsagnagerð fyrir þessi jól er einkum
ástæða til að nefna að elsti nútímahöfundur
fslendinga, farinn bæði að grána og glóa,
hefur sent frá sér sína þrítugustu og áttundu
skáldsögu; bregður svo við, öllum að óvör-
um, að hún er auðskilin þorra lesenda. Sumir
kunna að meta þessa þjónkun höfundar við
almenna greind, en aðrir telja hana uppgjöf
rithöfundar sem fram til þessa hefur notið
ástsældar þjóðar undir bókmenntafargi fyrir
það að hann skrifaði eingöngu bækur ofan
við skilning lesenda, thorveldan texta, sem
enginn og allra síst höfundurinn sjálfur ætl-
aðist til að nokkur maður reyndi að lesa.
Alræmdasti tímaþjófur rithöfunda, kven-
eðlið, skipar sem áður verðugan sess í bók-
menntum þessara jóla. Má fullyrða að kon-
um séu gerð allgóð skil bæði í skáldsögum,
æviminningum og handbókum um kynlíf,
en mesta forvitni vekur þó opinská dagbók
fegurðardrottningar, skráð af karlmanni. í
þessu sambandi er einnig vert að minna á
svonefndar unglingaskáidsögur sem ætlað
er fyrst og fremst að þroska mjaðmagreind
unglinga.
Af æviminningum verður sérstaklega að
geta „Harmaminningu Leónóru Kristínar í
Bláturni" og löggiltar upprifjanir Helga
Magnússonar endurskoðanda frá veru hans
í Síðumúlafangelsi, hvort tveggja mjög
áhrifamikil lesning.
Að öllu samanlögðu er því ljóst að nú á
aðventu hefur bæst svo um munar við bók-
menntafjallið. Að viðbættum alþingistíð-
indum er þetta slík ógnun við andlega heilsu
þjóðarinnar að fyllsta ástæða er til að íhuga
að setja kvóta á íslenska rithöfunda úr því að
þeir halda áfram að vinna á sömu sultarkjör-
um og tannlæknar.
þeir hafa náð nokkrum þroska til ritstarfa.
Aðrir ráðast til atlögu við pappírinn eftir að
þeir hafa glatað þessum sama þroska. Sumir
skrifa þindarlaust alla ævi án þess að öðlast
nokkurn tímann þennan þroska. Skiptir
engu máli þó að sýnt sé fram á með tölum
jafn hörðum og Geir Haarde að á íslandi sé
ekki hægt að lifa fremur af því að skrifa bók-
menntir en að setja gullfyllingar í fólk; í besta
falli sé unnt að skrimta af því að prenta bók-
menntir og binda þær inn. Áfram halda
menn að skrifa og bókaflóðið skellur á and-
legu skeri þjóðarinnar rétt fyrir jól af slíkum
fítonskrafti að bókmenntagagnrýnendur
verða að sleppa fjölmörgum þáttum í sjón-
varpi svo að þeir komist yfir nýmetið.
JÓN ÓSKAR
Bókaútgáfan að þessu sinni ber ýmis sömu
meginauðkenni og undanfarin jól. Frum-
samin íslensk skáldsaga af meðallengd og
miðlungsdýpt er nú boðin til kaups fyrir
sama verð og sæmilega vönduð herraskyrta
og ábyrgst að hún endist jafnlengi. Enn sem
fyrr gætir mjög þeirrar tegundar af íslenskri
skáldsögu sem nefnd hefur verið „upp-
vaxtaráralangloka" og flestir hinna yngri rit-
höfunda hafa ekki náð að vaxa upp úr. Skáld-
sögur af slíku tagi eru venjulega í mörgum
bindum og almennt má lýsa þeim svo að þær
séu eins konar Nonnabækur með öfugu for-
merki. Sagan byrjar oftast nær í fyrsta bindi
og þá einhvern tímann eftir aðra heims-
styrjöld, gerist inni á heldur nöturlegu þétt-
HAUKURIHORNI
Farsíminn
„Nú fara menn gjarn-
an út í garð til að
hringja í vinina..."
2 HELGARPÖSTURINN