Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 04.12.1986, Qupperneq 23

Helgarpósturinn - 04.12.1986, Qupperneq 23
MYNDBOND FÆRRI LEIGUR MEÐ BETRA OG NÝRRA EFNI Útbreiðsla ólöglegs myndefnis hefur aukist í hröðum og kappsfullum innflutningi Ljóst er aö tilkoma nýju Ijósvaka- miölanna hefur haft töluverö áhrif á afkomu myndbandamarkaöarins. Talaö hefur veriö um harönandi samkeppni, samdrátt og tekjutap uppá 15—20%, í kjölfar tilkomu Stöövar tvö. Einn heimildamanna okkar, sem básettur er í Keflavík sagöist jafnvel hafa oröiö var viö allt aö 50 prósenta minnkun í út- leigöum böndum, á fyrstu vikunum eftir aö Stöö tvö hóf útsendingar, þó svo aö ástandiö á þeim bœ hafi aö nokkru batnaö, eftir aö stööin tók til viö aö trufla útsendingar sínar. En hvert er annars almennt ástand þessara mála á myndbanda- markaðnum í dag? HP ákvað á dög- unum að taka púlsinn á þessum geira hérlendrar nútímafjölmiðlun- ar, með hliðsjón af tilkomu nýju ljós- vakamiðlanna. BJARTARI HORFUR, ÞRÁTT FYRIR ALLT... ENN SEM KOMIÐ ER Það var deginum ljósara, þegar áður en Stöð tvö hóf útsendingar, að myndbandamarkaðurinn kæmi til með að missa spón úr aski sínum með tilkomu nýrrar sjónvarpsstöðv- ar. Menn voru á hinn bóginn ekki á eitt sáttir um, hversu stór sú skerð- ing á markaðshlutdeiidinni kynni að verða. í ljós kom að á fyrstu vik- unum eftir opnun Stöðvarinnar, rauk hún upp í allt að 50 prósentu- hlutum, en hefur síðan staðnað á bilinu 15-20%. Dagskrárstefna Ríkisútvarpsins- Sjónvarps hefur alla tíð haft sín áhrif á eftirspurn almennings eftir mynd- böndum. Sömu sögu er nú að segja af Stöð tvö. Afkoma myndbanda- leiganna ræðst því að sjálfsögðu að miklu leyti af því, hversu vel þessum miðlum tekst í framtíðinni að upp- fylla þarfir neytenda sinna. Að auki er á þessari stundu allsendis óljóst, hversu lengi Stöð tvö kemur til með að senda dagskrá sína að mestu leyti óbrenglaöa út. En það hlýtur að koma að því, að hún verði að standa við skuldbindingar sínar gagnvart þeim, sem þegar hafa orð- ið sér úti um „afruglara", og greiða þar að auki 1.000 kr. á mánuði fyrir nánast sömu dagskrá og aðrir geta enn sem komið er notið endur- gjaldslaust, eða með mun minni til- kostnaði á myndbandaleigum landsins. Afstaða þeirra Stöðvar- Rekstrarhorfur fyrirtœkja á mynd- bandamarkaönum eru enn sem komið er töluvert bjartari en á horfðist í fyrstu. Margar leigur hafa að vísu lognast út af, en aðrar blómgast líka sem aldrei fyrr. manna er þó í þessu tilliti ósköp skiljanleg, og þá einkum í ljósi þess, að með víðtækari „afruglun" missa þeir óhjákvæmilega töluverðan hluta auglýsingatekna sinna, og þá sökum tiltölulega dræmrar út- breiðslu þessa annars ágæta tækja- búnaðar. Með hliðsjón af framangreindu virðast rekstrarhorfur fyrirtækja á myndbandamarkaðnum því enn sem komið er töluvert bjartari en á horfðist í fyrstu. Engu að síður hefur þó marktæk fækkun orðið á t.d. fjölda myndbandaleiga á Reykja- víkursvæðinu. Sú fækkun er þó á hinn bóginn að hluta til komin af öðrum ástæðum. HARÐNANDI SAMKEPPNI Margar leigur hafa lognast útaf. Sumar hverjar voru sökum „for- sjálni" eigendanna gerðar upp, þeg- ar ljóst varð að ný sjónvarpsstöð bættist við í flota landsmanna, aðrar fór hreinlega á hausinn, þegar markaðsaðstæðurnar breyttust í nú- verandi horf og samkeppnin harðn- aði að sama skapi. Enn aðrar blómstra sem aldrei fyrr. Vídeómeistarinn í Breiðholti er dæmi um eina slíka. Þar eru menn allsendis ekki á þeim buxunum að leggja upp laupana í harðnandi samkeppni, og fyrirhuga í þess stað að færa út kvíarnar og bæta við sig nýrri verslun. Svipaða sögu er að segja af öllu rótgrónari fyrirtækjum í bransanum, eins og t.d. Vídeóhöll- inni, Myndbandaleigum kvik- myndahúsanna og Bergvík sf., sem í dag rekur þrjár leigur undir firma- nafninu Videósport, fjölfaldar, dreif- ir og framleiðir að auki eigið mynd- efni fyrir myndbönd. Af framangreindu má ljóst vera að 15—20% minnkun eftirspurnar þarf ekki endilega að hafa í för með sér að rekstrargrundvellinum sé kippt undan starfsemi vídeóleiganna. Á hinn bóginn hefur þessi samdráttur haft í för með sér svo harðsvíraðar samkeppnisaðstæður á markaðn- um, að einhver hluti þeirra hlýtur óhjákvæmilega að verða undir í baráttunni. Þannig er sú vídeóleiga Sú vídeóleiga er vandfundin í dag, sem býður ekki upp á einhverskonar vildar- kjör; afsláttarkort, tvœr spólur fríar ef leigt er tœki, eða hamborgara fyrir hverjar þrjár út- leigðar spólur. vandfundin í dag, sem ekki hefur ein- hvers konar vildarkjör uppá að bjóða kúnnum sínum til handa: Af- sláttarkort ýmiskonar, 1—2 spólur fríar ef leigt er tæki, hamborgara fyrir hverjar 2—3 útleigðar spólur og tímabundin afsláttartilboð, sem geta numið allt að 80—90 kr. fyrir hverja útleigða spólu. Viðskiptavits, almennrar hugvits- semi og forsjár er s.s. núorðið ekki síður þörf í þessum bransa en öðr- um, eftir að mesta gullgrafarasniðið er farið af myndbandavæðingu landsbyggðarinnar. Pólarisering markaðarins eykst í takt við auknar kröfur neytenda og í kjölfar offram- boðs á hvers kyns fjölmiðlaefni. Þeir Ieigusalar sem ekki ugga að sér og eyða líkt og áður um efni fram, í stað þess að láta eiginlegt rekstrarfé ganga aftur til reksturs fyrirtækis- ins, heltast fljótt úr lestinni. En auknar kröfur neytenda kalla ekki einvörðungu á betri þjónustu. Kröfur þeirra beinast að sjálfsögðu fyrst og fremst að afurðinni sjálfri... efnisinntaki þeirra myndbanda er leigurnar hafa uppá að bjóða. SMYGLVARNINGUR Ein orsök þess, að svo margir sem raun ber vitni hafa farið á hausinn, eða hafa af öðrum ástæðum hætt starfseminni er sú meginforsenda allra velrekinna vídeóleiga, að stöð- ug endurnýjun á myndakostinum er nauðsynleg, ef takast á að halda í fastakúnnana. Með auknu fram- boði aukast eins og áður sagði einn- ig kröfur neytenda. Þeir gefa sér s.s. núorðið tíma til að velja og hafna, og leita því eðlilega á þau mið, þar sem þeir vita af fyrri reynslu, að úr- valið er hvað mest. Þetta hefur m.ö.o. í för með sér, að þær vídeó- leigur sem ekki hafa efni á að standa undir stöðugri endurnýjun mynda- kostsins heltast fljótt úr lestinni, og aðrar fjárminni, sem taka í sífellu inn nýtt myndefni, án þess þó að hafa í raun efni á því eru áður en þær vita af, svo djúpt sokknar í skuldafenið, að ekki verður aftur snúið. Enn ein afleiðing harðnandi sam- keppnisaðstæðna á markaðnum í seinni tíð er að lögmætur réttur ein- stakra rétthafa myndefnis hefur í sí- fellt auknum mæli verið fyrir borð borinn. Þannig er t.d. ekki óalgengt, að framtakssamir eigendur ein- stakra vídeóleiga, sem leggja allt kapp á að hafa sem mest af nýju efni á boðstólum, fari á eigin vegum í efnisleit erlendis, og þá oftast án samráðs við lögmæta rétthafa við- komandi myndefnis hér á landi. Hér er að sjálfsögðu um ólöglegt athæfi að ræða, og þó svo að enn hafi eng- in marktæk könnun verið gerð á út- breiðslu þessa myndefnis er ljóst (og í reynd fyrir löngu opinbert leyndar- mál), að það er víðar á boðstólum en margan grunar. REYNSLA DANA Magnús G. Kjartansson fram- kvæmdastjóri samtaka rétthafa myndbanda á íslandi er nýkominn úr kynnisferð um Norðurlönd, þar sem hann sat m.a. ráðstefnu, sem þar var haldin um þessi mál. í ljós kom að þarlendir rétthafar mynd- efnis áttu til skamms tíma við svip- aðan vanda að stríða og rakinn hef- ur verið hér að framan, þó svo að þeim hafi á síðari árum tekist að finna á honum nokkuð haldgóða lausn. Þannig áætla Danir, að árið 1981 hafi arður af ólöglegum mynd- böndum numið allt að 50% af heild- arveltu myndbandamarkaðarins. Sambærilegar tölur í dag hljóða hins vegar ekki uppá nema c.a. 2 prósentustig. Hlutfallið á hinum Norðurlöndunum er núorðið svip- að, þ.e. c.a. 2—5%. Ógerningur er að segja fyrir um hvert hlutfallið kunni að vera á myndbandamarkaðnum hérlendis, en í þessu tilliti sem öðrum er ekki óeðlilegt að við berum okkur sam- an við nágrannaþjóðirnar, og er því ljóst, að hér er um verulega fjár- hagslega hagsmuni að tefla. Framangreint er núorðið opin- bert ákæruefni í Danmörku, og er þar með komin skýringin á því, hversu vel þarlendum rétthöfum hefur vegnað í baráttunni við ólög- lega markaðinn. Orsakir þessa góða árangurs eru einkum tvíþættar: Annars vegar hafa rétthafar, og þá í samvinnu við fjölmiðla þar í landi, hafið mikla áróðursherferð gegn smyglvarningi, og hins vegar hafa þeir í sífellt auknum mæli haldið Árið 1981 nam arður af ólöglegum mynd- böndum allt að 50 prósentum af heildar- veltu markaðarins í Danmörku, en sambœrilegar tölur hljóða þar núna upp á 2 prósent. Sama þróun er líkleg hér- lendis. vöku sinni um almennan rétt sinn, og af einskærri hörku gengið eftir því fyrir dómstólum, að höfundar- réttarlöggjöf þeirri, sem fyrir hendi er í landinu sá framfylgt. Með hliðsjón af framangreindu er því ekki óeðlilegt að ætla, að ís- lenskir rétthafar muni í náinni fram- tíð að einhverju leyti nýta sér reynslu nágrannaþjóðanna. Hvað sem því líður er þó allsendis víst, að þeir munu tæpast geta setið öllu lengur á strák sínum, og verður því að öllum líkindum öldungis ekki tíð- indalaust af þessum vígstöðvum á næstu misserum. Ó.A. teftir Ólaf Angantýsson mynd: Jim Smarti HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.