Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 14
Hrafnkell Jónsson, formaður Verkalýðsfélagsins Arvakurs á Eskifirði rœðir hér tœpitungulaust um málefni verkalýðshreyfingarinnar á Austurlandi. „ÞÚ ERT SKEPNA 06 HEFUR ALLTAF VERIГ — svaraði Sigfinnur Karlsson, forseti Alþýðusambands Austurlands, gagnrýni Hrafnkels vegna fjármála Alþýðusambandsins. Helgarpósturinn birti fyrir tveim- ur vikum grein um málefni Alþýðu- sambands Austurlands og Lífeyris- sjóðs Austurlands. Par var einkum greint frá bókhaldsóreidu, persónu- legum lánum úr Lífeyrissjóönum og deilum innan verkalýdshreyfingar- innar á Austurlandi vegna fjárreida þessara stofnana. í blaöinu fyrir viku var síðan grein um Síldar- vinnsluna á Norðurlandi og valda- og hagsmunavef hennar og Alþýðu- bandalagsins á Neskaupstað, þar sem bœði Alþýðusambandið og Líf- eyrissjóðurinn komu við sögu. Viðbrögð við þessum greinum urðu kröftug fyrir austan. En eins og oft áður beindist eftirmáli vegna skrifa Helgarpóstsins að þeim er síst skyldi. ÓGEÐFELLD AÐFERÐ Eftir þessar greinar blaðsins um verkalýðshreyfinguna á Austfjörð- um hafa nokkrir einstaklingar ráðist að Hrafnkatli Jónssyni, formanni Verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eski- firði, og sakað hann um að hafa skrifað gegnum blaðamann Helg- arpóstsins. Þetta er alrangt. Gefum Hrafnkatli orðið: „Það er ljóst að Sigfinnur Karls- son, forseti Alþýðusambands Aust- urlands, og Arni Þormóðsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Lífeyris- sjóðs Austurlands, hafa borið það á mig að ég væri heimildarmaður Helgarpóstsins vegna skrifa blaðs- ins um verkalýðshreyfinguna hér á Austurlandi. Eg tel mig ómaklega hafa orðið þar fyrir aðkasti af þeirra hálfu. Útaf fyrir sig sé ég ekki að það skipti máli hver er heimildarmaður að þessum skrifum þar sem þau eru í meginatriðum þannig að þar er aðeins skýrt frá staðreyndum, eftir því sem ég kemst næst. Það hefur verið unnið að því, bæði leynt og ljóst að ýta mér til hliðar og úr verkalýðsbaráttu á Austurlandi frá því að ég gekk úr Alþýðubandalag- inu á sínum tíma og hafa verið not- aðar til þess ýmsar aðferðir. Þessi þykir mér þó einna ógeðfeldust. BÓKHALDSÓREIÐA Ef ég gríp niður í skrif Helgar- póstsins þá skiptist það sem snýr að verkalýðshreyfingunni á Austfjörð- um niður í þrjá efnisþætti: í fyrsta lagi orlofshúsabyggöina að Einars- stöðum, í öðru lagi málefni Lífeyris- sjóðs Austurlands og í þriðja lagi fjárreiður Alþýðusambands Austur- lands. Byggð orlofshúsa við Einarsstaði hófst árið 1969. Eskfirðingar áttu ekki hús í fyrri áfanga órlofsbyggð- arinnar, þannig að ég var einungis áhorfandi að þessum málum eftir að ég varð formaður verkalýðsfélags- ins á Eiskifirði 1977. Það var þó strax þá ljóst að um ákveðna bókhaldsó- reiðu í málefnum orlofsbyggðanna var að ræða. Á árinu 1979 kom upp umræða Hrafnkell Jónsson. hjá verkalýðsfélögunum á Austur- landi um nýjan áfanga af orlofshús- um og það varð úr að Eskfirðingar tóku þátt í því. Á þessum tíma var skipuð bygg- inganefnd sem Sigfinnur Karlsson, Árni Þormóðsson og Hallsteinn Friðþjófsson á Seyðisfirði áttu sæti í. Sigfinnur hafði þó veg og vanda að þessu máli og ég vil að það komi mjög skýrt fram að hann vann mjög ötullega að því. AUSTFIRÐINGAR AFSKIPTIR Hins vegar tókst ekki að gera upp fyrri áfangann áður en hafist var handa við þann síðari þrátt fyrir að langt væri um liðið síðan lokið var við hann. Einnig má segja að okkur, forystumönnum félaganna, hefði átt aö vera það ljóst að fjármögnun seinni áfangans var ekki með þeim hætti sem hagstæðust var. Það er því langt í frá að um sé að ræða sök eins manns, en vissulega ber forseti Alþýðusambands Austurlands stór- an hluta af þeirri ábyrgð sem for- ystumaður og framkvæmdaaðili að þessu. Það varð síðan ljóst á síðastliðnu vori er uppgerðir reikningar vegna orlofsbyggðana lágu fyrir að skuld félaganna hafði farið langt fram úr því sem gert var ráð fyrir. Nokkur félög sættu sig ekki við þessa niður- stöðu og því var samþykkt reikn- inganna frestað. Ástæður þessa voru að í uppgjöri fyrri áfanga voru talsverðar upphæðir sem ekki fund- ust fylgiskjöl fyrir og félögin töldu sig hafa borgað meira en fram kom í uppgjörinu. Það er þó ljóst að ákveðið samræmi er í uppgjörinu og því bendir ekkert til annars en að fjármunum hafi verið haldið til skila. Hér er fyrst og fremst um bók- haldsóreiðu að ræða. Eftir að samkomulag náðist ekki í vor unnu Reykjavíkurfélögin, sem áttu hús í orlofsbyggðinni, ásamt Sigfinni Karlssyni og endurskoð- anda reikningana að því að fara aft- ur yfir uppgjörið, án samráðs við félögin hér fyrir austan. Því var það að á fundi þann 7. nóvember voru lagðar fyrir okkur nýjar niðurstöð- ur, án þess að þau félög sem höfðu komið með athugasemdir við fyrri niðurstöðuna hefðu komið þar nærri. „ÞÚ ERT SKEPNA..." Á þessum fundi kom í ljós að ríkis- styrk til orlofsbyggðarinnar hafði ekki verið skipt á milli félagana, eins og menn höfðu talið, heldur hafði hann verið notaður til þess að fjármagna hlut Alþýðusambands Áusturlands. Það varð Ijóst á þess- um fundi að ekki var hægt að una við þessa niðurstöðu. Þetta mál fór því óafgreitt á þing Alþýðusambandsins og varð kveikj- an að því að Seyðfirðingar gengu þar af fundi. Síðan var boðað til fundar vegna þessa máls þann 23. nóvember. Þar vildi svo einkenni- lega til að Halldór Björnsson, vara- formaður Dagsbrúnar, sá ástæðu til þess að veitast mjög ómaklega að fulltrúa Seyðfirðinga. Halldór taldi þá nánast vera að hleypa málinu upp, þrátt fyrir að endurskoðandinn hefði marglýst því yfir að athuga- semdir Seyðfirðinga væru á rökum reistar. Ég benti Halldóri og öðrum full- trúum á að ef ætti að draga ein- hvern til ábyrgðar í þessu máli þá stæði ábyrgðin næst forseta Alþýðu- sambands Austurlands, þó ekki væri fyrir annað en að hann hafði verið í forsvari í þessu máli. Við- brögð Sigfinns urðu þau að hann bað mig að nefna dæmi um á hvaða hátt fjármál sambandsins hefðu ver- ið í ólestri. Ég gerði það, þó í litlu væri. Viðbrögð Sigfinns voru þau að hann sagði: ,,Þú ert skepna og hefur alltaf verið það“, og lét fylgja þessu ýmiss ókvæðisorð. Ég bauð Sigfinni að taka þessi orð aftur sem hann kvað reyndar það síðasta sem hann tæki sér fyrir hendur. Ég sá ekki ástæðu til að sitja á fundi þar sem menn beittu „rökurn” af þessu tagi. Síðan þetta var hefur Árni Þor- móðsson borið það á mig mjög ákveðið í símtali að ég væri heimild- armaður Helgarpóstsins og látið fylgja ýmiss ummæli sem ég sætti mig illa við. BYLTINGIN í LÍFEYRIS- SJÓÐNUM Annar þátturinn í þessu máli snýr síðan að Lífeyrissjóði Austurlands. Þar höfðu þeir setið í stjórn árum saman Sigfinnur Karlsson og Árni Þormóðsson, og var Árni jafnframt framkvæmdastjóri sjóðsins. Fulltrúaráðsfundur hafði ekki ver- ið kallaður saman í mörg ár þegar það var gert 5. febrúar 1985, þrátt fyrir að mörg félög á Austfjörðum hefðu marg ítrekað óskað eftir því. Það er rétt að benda á það að lífeyr- issjóðirnir eru þannig byggðir upp að fulltrúaráðsfundur hefur lítil völd yfir stjórnum sjóðanna. Fundurinn kýs tvo fulltrúa launþega í stjórn sjóðsins sem sitja í henni ásamt tveimur fulltrúum Vinnuveitenda- sambandsins. Eftir að þessi stjórn hefur verið kjörin er hún nánast einráð um stjórnun sjóðanna. Þetta er að mínum dómi veikleiki í upp- byggingu lífeyrissjóðanna. Fulltrú- aráðsfundirnir eru eftirlitsaðilar og eiga skilyrðislaust að koma saman einu sinni á ári. Á þessum fundi voru Sigfinnur og Árni felldir út úr stjórn undir forystu Björns Grétars Sveinssonar núver- andi formanns Verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn. Menn töldu ótilhlýði- legt að framkvæmdastjóri sjóðsins sæti í stjórn og einnig var ávöxtun sjóðsins gagnrýnd, en megnið af lausafé hans var geymt í Sparisjóð Norðfjarðar. Þá voru og gagnrýnd- ar byggingaframkvæmdir sjóðsins sem hann hafði staðið í ásamt Spari- sjóði Norðfjarðar. í stað þeirra Sig- finns og Arna voru Jón Guðmunds- son frá Seyðisfirði og Valdís Kristins- dóttir frá Stöðvarfirði kosin sem full- trúar launþega í sjóðsstjórnina. Það hefur hins vegar reynst bæði þungt og erfitt fyrir þessa nýju aðila að starfa í stjórninni. Framkvæmda- stjórinn tók þetta mjög óstinnt upp og fulltrúar vinnuveitenda töldu þetta ekki góða hluti, þá sérstaklega Pétur Blöndal. Þessir erfiðleikar ágerðust eftir að Jón Guðmundsson tók við formennsku í stjórninni á síðasta vori. Þau málefni sem sjóðsstjórnin hefur haft til meðferðar urðu síðan til þess að Árni Þormóðsson sagði upp starfi sínu fyrirvaralaust. Sjóð- stjórnin hefur ekki viljað tjá sig um hver ástæða þess var. Hins vegar er ljóst að þau atriði sem gagnrýnd hafa verið í starfsemi sjóðsins skrifast ekki alfarið á þá Sigfinn og Árna, því þeir hafa ekki verið nema helmingur stjórnar á móti fulltrúum vinnuveitenda. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ TREYSTIR VÖLDIN Þriðji þáttur þessa máls snýr að Alþýðusambandi Austurlands. Þar hefur Sigfinnur Karlsson verið for- seti til fjölda ára. Hann hefur verið sterki maðurinn í verkalýðshreyf- ingunni hér fyrir austan og þolað mönnum það afskaplega illa að ganga fram fyrir hann. Það liðu tíu ár á milli þinga Alþýðusambandsins fyrir austan á áratugnum 1970—1980, en Sigfinnur hefur í seinni tíð haldið starfsemi sambandsins í allgóðu lagi. Það sem hefur háð Sigfinni er að hann hefur lengst af starfað nánast einn fyrir Alþýðusamband Austur- lands, jafnframt því að vera for- maður Verkalýðsfélags Noröfjarðar. Hann hefur oft á tíðum ekki verið einhamur í þeim verkefnum sem hann hefur tekið sér fyrir hendur, og það er rétt að það komi fram hjá þeim sem eru að gagnrýna hann fyrir einræðisleg vinnubrögð. Það hefur síðan gerst á þingi Al- þýðusambandsins að Sigfinnur og Björn Grétar Sveinsson hafa í bandalagi nánast þurrkað út áhrif annarra en alþýðubandalagsmanna í aðalstjórn sambandsins. Eg sit að vísu þarna inni fyrir náð og misk- unn, en hefði sjálfsagt verið felldur út ef þeim hefði sýnst svo, því til þess höfðu þeir styrk á þinginu. Af þessu er ljóst að Alþýðubanda- lagið hefur séð ástæðu til þess að herða mjög tökin á verkaiýðshreyf- ingunni á Austurlandi. Þetta tel ég mjög óheppileg vinnubrögð, ekki síst með tilliti til þeirrar ólgu sem hér er í verkalýðshreyfingunni. Það er ljóst að ýmislegs ósam- ræmis gætir í reikningum sam- bandsins og nýrra reikninga Lífeyr- issjóðs Austurlands, sem ég tel að forseti Alþýðusambandsins verði að gera góða grein fyrir. Þannig er að í reikningum Lífeyrissjóðsins eru færð upp lán til Alþýðusambandsins sem ekki finnast í reikningum sam- bandsins. Þegar Jón Guðmundsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðsins, greindi frá þessu á þingi sambands- ins lýsti Sigfinnur því sem lygi. Það er þó ljóst að svo er ekki. FORINGJAVELDI OG FLOKKAPÓLITÍK Ég tel að þetta séu, því miður, hlutir sem mega ekki gerast í verka- lýðshreyfingunni en eru alltof áber- andi í íslenskri verkalýðshreyfingu. Ég tel að skýringanna sé að einhverju leyti að finna í uppbyggingu þessa foringjaveldis sem að íslensk verka- lýðshreyfing er. Við höfum eignast mjög sterka og ötula foringja, en veikleiki hreyfingarinnar felst í því að henni hefur ekki lánast að sinna því eftirlitshlutverki sem hún verð- ur að gegna. Ég vil þó taka það fram, enn og aftur, að Sigfinnur Karlsson hefur unnið gríðarlegt starf fyrir verkalýðshreyfinguna á Austurlandi með því að fórna henni nánast allri sinni ævi. En það veitir honum hins vegar ekki rétt til þess að troða á einstaklingum og skoð- unum þeirra né að fara með fjármál hreyfingarinnar, eins og Ijóst er að hefur gerst. Annar lærdómur sem ég vil draga af þessu snertir flokkspólitísk afskipti manna sem vinna í verkalýðshreyf- ingunni. Ég stend í þessu sjálfur, en bæði þau dæmi sem ég hef hér að austan og eins þau mál sem hafa komið upp í samningunum fyrir sunnan samhliða forvalsraunum Al- þýðubandalagsins þar, gefa mér til- efni til þess að íhuga hvort við sem erum í forsvari fyrir verkalýðshreyf- inguna gétum leyft okkur að taka þátt í flokkspólitík jafnhliða. Ég þarf að gera það upp við mig hvort ég ætla að starfa í verkalýðshreyfing- unni eða í flokkspólitík. Ég tel að það ættu fleiri að setjast niður og framkvæma dálitla naflaskoðun. 14 HELGARPÓSTURINN leftir Gunnar Smára Egilsson mynd Gunnar Gunnarssonl

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.