Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 43

Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 43
“UTWhorr* C h' «l„r M, i JícryJjjavi, ,„,r. 23O5-20JC BvyiJayiJ,, ia,; tilhoyrondi 1, isovmimri, daus. 17/11 1903, „0, húseigninni •igulóiarróttindu/n ktur skja] r,r. inur- ráðuneytinu með eignir ríkisins að gera. Þannig lenda fasteignir inná borði hjá eignadeild fjármálaráðu- neytisins, fjárlaga og hagsýslu- stofnun og Fasteignum ríkissjóðs (sjá síðasta HP, „leyniráðuneyti ríkisins'j. En auk þessarra stofn- ana er til enn önnur, undir land- búnaðarráðuneyti og heitir jarð- eignadeild og þangað fara ýmsar fasteignir og jarðir í landinu til umsýslu. Lenti Kotmúli inná borð hjá landbúnaðarráðuneytinu? Björn Þorláksson hjá jarðeigna- deildinni segir að það hafi hún alla vega ekki lengi gert. „Við höfum á okkar snærum allar jarðir sem kallast þjóðjarðir eða ríkisjarðir. Einu jarðirnar sem ekki eru á okk- ar snærum eru kirkjujarðir sem jafnframt eru prestssetur", segir Björn. En þarsem híbýli Kotmúla standa á ríkisjörð, þá hefði Kot- múli einmitt fallið undir þá skýr- greiningu að lenda hjá landbún- aðarráðuney tinu. En hvernig sem á því stendur, þá fór Kotmúli í umsjón fjármála- ráðuneytisins og inná borð hjá Fasteignum ríkissjóðs. ENGINN VILDI KAUPA HÚSIN Nú var ríkið búið að kaupa hús í Fljótshlíðinni og láta byggingu af hendi í Reykjavík í staðinn. Hvað átti að gera við Kotmúlahúsin? I skriflegu svari við fyrirspurn Helg- arpóstsins segir: „Af hálfu fjár- málaráðuneytisins var ákveðið að jörðin Kotmúli yrði seld og var hún tvívegis auglýst til sölu í dag- blöðum árin 1985 og 1986. Sala náði ekki fram að ganga þar sem kauptilboð þóttu of lág að mati ráðuneytisins". Björn Hafsteinsson í eignadeild fjármálaráðuneytisins upplýsti einnig að nokkrir hefðu lýst áhuga sínum á að fá húsin til afnota m.a. fyrir barnaheimilisrekstur, en hús- in hefðu verið álitin í svo lélegu ásigkomulagi að öllum slíkum beiðnum hefði verið hafnað. KOTMÚLI GEFINN Þegar hér var komið sögu var allt útlit fyrir að ráðuneytið sæti uppi með húskofa í niðurníðslu austur í sveitum, sem engum yrði til nota. Þá vill svo heppilega til að Skógrækt ríkisins sem hefur Tumastaðaskógræktina austur þar, fregnaði af þessum ónotuðu húsum. Sigurður Blöndal skóg- ræktarstjóri kvaðst hafa fregnað af þessum húsum, og þar sem Skógræktina vantaði húsnæði i námunda við Tumastaðaskóginn hefði verið farið fram á að fá Kot- múla til umráða, enda yrði það Skógræktinni að kostnaðarlausu. það hefði góðfúslega gengið eftir og fylgdu engar kvaðir þessari gjöf. Björn Hafsteinsson í eignadeild fjármálaráðuneytisins upplýsti að Skógrækt ríkisins / landbúnaðar- ráðuneytinu hefði verið afhentur Kotmúli ásamt jarðarskika með bréfi frá fjármálaráðuneytinu í ágústmánuði sl. í samræmi við beiðnina frá skógræktarstjóra. STUÐNINGUR í PRÓFKJÖRI? Vart fer á milli mála að þessi við- skipti fjármálaráðherra ríkis- stjórnarinnar og Fíladelfíu hafa verið ríkinu óhagkvæm. Þá gæti verið spurning til hvers og hvers vegna þessi makaskipti/kaup hafi farið fram? Velviljaðir menn gætu leitt að því líkur, að hér sé um framlag ríkisstjórnarinnar til fjör- ugra trúarlífs og meira trúfrelsis að ræða. Hér sé ríkisstjórnin að veita trúfélagi á einkamarkaði fyr- irgreiðslu til mótvægis við fyrir- greiðsluna við hina ríkisreknu þjóðkirkju. Væntanlega muni þá fleiri sértrúarsöfnuðir fylgja í kjöl- farið. En illgjarnari menn munu hins vegar leiða líkur að því, að Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra hafi notið þessara maka- skipta síðar meir — í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, þar sem Fíla- delfíumenn margir hverjir tóku þátt fyrr í vetur. Hvttasunnukirkjan að Völvufelli 11, sem Flladelfla fékk I skiptum fyrir kotið ( Fljótshlið. Hér var áður til húsa skóli Ásu Jónsdóttur. ALBERT SKIPTI Á KOTI06 KIRKJII Albert Gudmundsson í ríkisstjórninni og Einar J. Gíslason í Fíladelfíu gerdu makaskipta- samning 1983 • Ríkiö fékk híbýli jarðarinnar á Kotmúla í Fljótshlíö • Fíladelfía fékk Völvufell 11 í Reykjavík • Kotmúlahúsin reyndust óseljanleg eign% Fíladelfía átti aö greiða milljón á milli — veðskuldabréf til 15 ára • Sögðu kaupin til sín í prófkjörinu? Ríkid hefur ekki beinlínis hagn- ast á vidskiptum sínum viö Fíla- delfíu-hvítasunn usöfnuöinn frá því í tíd núverandi ríkisstjórnar. Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra geröi makaskiptasamn- ing f.h. ríkissjóös í október 1983 um skipti á lélegum húsum aö Kot- múla í Fljótshlíöarhreppi en lét söfnuöinum í té í staöinn stórt hús aö Völvufelli 11 í Reykjavík. Afsal- ið undirrituöu þeir svo Albert Guömundsson f.h. ríkissjóös og Einar J. Gíslason f.h. Fíladelfíu 13. apríl 1984 og átti hvítasunnusöfn- uöurinn aö greiða eina milljón á milli. Einsog kunnugt er má fjármála- ráðherra ekki kaupa eða selja án heimildar Alþingis. Og á fjárlög- um ársins 1984 er einmitt heimild til fjármálaráðherra að selja hús- eignina að Völvufelli 11 í Reykja- vík. I skriflegu svari við fyrirspurn Helgarpóstsins um þetta mál segir fjármálaráðuneytið m.a.: „Með makaskiptasamningi dags. 14. október 1083, lofaði Fíladelfíu- söfnuðurinn að selja fjármálaráð- herra f.h. ríkissjóðs öll mannvirki sín á jörðinni Kotmúla, Fljótshlíð- arhreppi í Rangárvallasýslu. Var þar um mað ræða barnaheimili og viðbyggingu ásamt útihúsinu á jörðinni sem höfðu verið byggð upp sem barnadvalarstaður. Jafnframt seldi söfnuðurinn ríkissjóði allar aðrar eignir sínar og réttindi á jörðinni að undanskildu innbúi". í öðru lagi segir í svari fjármála- ráðuneytisins, sem Siguröur Þórö- arson og Björn Hafsteinsson und- irrita fyrir hönd ráðuneytisins „að samkvæmt þessum samningi hafi fjármálaráðherra lofað að selja „söfnuðinum húseignina nr. 11 við Völvufell í Reykjavík." Samkvæmt þessum maka- skiptasamningi lofaði Fíladelfíu- söfnuðurinn svo að greiða eina milljón króna vegna verðmæta- mismunar eignanna og átti að greiða þaraf 100 þúsund krónur við undirskrift samnings en gaf í framhaldi af þessu út vísitölu- tryggt veðskuldabréf handa ríkis- sjóði að upphæð 900 þúsund krón- ur — til fimmtán ára. MIKILL VERÐMÆTAMUNUR Helgarpósturinn hafði samband við Fasteignamat ríkisins til að fá uppgefið fasteignamat á þessum eignum. Eignin Völfufell 11 er að fasteignamati í dag 4 milljónir 797 þúsund krónur. Lóðin sem húsið stendur á er metin á 624 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum Fast- eignamatsins er húsaþyrping eða öllu heldur kofaþyrping á jörðinni Kotmúla. Einsog áður sagði var jörðin ekki seld, í þessum maka- skiptasamningi Einars Gíslasonar í Fíladelfíu og Alberts Guömunds- sonar í ríkisstjórninni, heldur einungis mannvirkin á jörðinni. Mannvirkin á Kotmúla eru sam- kvæmt upplýsingum fasteigna- mats þannig metin: einbýlishús á 652 þúsund, timburhús 873 þús- und, enn annað á 804 þúsund, fjár- hús 15 þúsund krónur, annað fjár- hús 28 þúsund, hlaða 80 þúsund, garðávaxtageymsla 3 þúsund, ali- fuglahús 1 þúsund. Þessar eignir eru hjá Fasteignamatinu ýmist skráðar hjá Fíladelfíu eða ríkis- sjóði ennþá. Saman eru þessar fasteignir metnar í dag á um 2.5 milljónir króna að fasteignamati. AFSALIÐ Þrettánda apríl 1984 er svo gefið út afsal, þar sem fjármálaráðherra selur og afsalar Fíladelfíusöfnuð- inum í Reykjavík húseigninni •Völvufell 11 ásamt tilheyrandi leigulóðarréttindum. Þar er tekið fram að kaupverðið sé að fullu greitt, þ.e. með húsunum á Kot- múla, útgáfu 900 þúsund króna veðskuldabréfs til 15 ára og 100 þúsund krónum sem greiddar voru við undirskrift samnings. Undir þetta rita Albert Guðmunds- son fyrir hönd ríkissjóðs og Einar J. Gíslason fyrir hönd Fíladelfíu. FERÐALAGIÐ í RÁÐUNEYTUNUM Einsog sagði frá í síðasta Helgar- pósti hafa ýmsar deildir í fjármála- Afsalið á Völvufelli 11 undirritað af þeim Albert Guðmundssyni og Einari J. Gfslasyni í Filadelfíu. loMSb 1 8 &PK w HCAtl „ / / Hútum 2 - 1/ílu tf)*H'cr{i *. . 'U’. 1 * .T'V-' 'V 'cí>. IAA** leftir Óskar Guðmundsson mynd: Jim Smartl HELGARPÓSTURINN 43

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.