Helgarpósturinn - 04.12.1986, Side 3

Helgarpósturinn - 04.12.1986, Side 3
FYRST OG FREMST VIRÐULEG kona vestur í bæ (í Reykjavík) brá sér í bakarí um daginn. Þegar hún gekk inn í búðina, stóð afgreiðslustúlkan og sleikti á sér fingur annarrar handar, einn af öðrum. Konan lýsti áhuga sínum á rúnstykkja- kaupum og tók stúlkan þegar að handleika vöruna og skera stykkin í tvennt fyrir viðskiptavininn, sem stóð og starði á hana. Þegar frúin kvaðst ekki hafa mikla lyst á brauðinu, sem afgreiðslustúlkan hefði handleikið án þess að þvo sér fyrst um hendurnar, stóð ekki á svarinu: ,,En það var bara súkkuladi á puttunum á mér...“ MEINHÆÐNI Ómars Ragnars- sonar er alltaf söm við sig. Sjón- varpsfrétt hans af harðæri smá- fuglanna um helgina byrjaði eitt- hvað á þessa leið: „Nú um stundir eiga þrestir erfitt uppdráttar." NU í vikunni urðu vegfarendur í Armúlanum varir við skrítna til- burði virðulegs manns, sem tróð sér inn um skottið á lítilli jap- anskri bifreið fyrir framan hús- næði Helgarpóstsins. Maðurinn lagði niður aftursætið og komst þannig inn í bílinn, sem hann taldi sinn eiginn og hafði áður varið miklum tíma í að reyna að opna með lyklinum. Þegar það hafði ekki gengið, hafði viðkomandi hringt öskuillur í umboðið og kvartað yfir þessu, en þeir ráð- lögðu honum að skríða bara inn um skottið, því læsingin væri örugglega frosin. Gamanið kárn- aði hins vegar þegar lykillinn passaði heldur ekki þegar inn í bílinn var komið, svo maðurinn leit í örvæntingu sinni í hanska- hólfið til þess að fullvissa sig um að þetta væri hans eigin bifreið. Svo reyndist þó ekki vera, því bíll- inn tilheyrði einum blaðamanni HP og átti Bragi Jósefsson, lektor í Kennaraháskólanum, ekkert erindi inn í farartækið. Það verður að virða Braga það til vorkunnar, að bifreið blaðamannsins var ná- kvæmlega eins og nýji bíllinn hans... VIÐA veitast skæðar tungur að hinu merka menningarriti Helgar- póstinum, í riti jafnt sem ræðu, nú síðast í nýútkominni skáldsögu Ólafs Hauks Símonarsonar, Líkiö í rauða bílnum. Hún hefst á þann veg að einn af toppunum í Rann- sóknarlögreglu ríkisins vekur að- stoðarmann sinn og frænda grút- timbraðan á fimmtudegi og ásakar hann fyrir að vera farinn að leggja lag sitt við blaðamenn HP. Hvern- ig megi annað vera þegar tiltekin „klámskýrslá' í nýútkomnum HP rímar fullkomlega við skýrslu sem undirsátinn hafði nýverið unnið fyrir RLR. Þetta verður til þess að hinum drykkfellda, fráskilda og ístöðulausa starfsmanni er sparkað út í ystu myrkur ... BEINAR útsendingar geta stundum komið skemmtilega út, enda ekki hægt að klippa burt það sem miður fer. í morgunút- varpi rásar 1 síðastliðinn þriðjudag sagði umsjónarmaður þáttarins t.d. eftirfarandi: „íslenska skáksveitin var sem sagt í 5. sœti, þegar upp uar staðið.“ ÞAÐ ER með ýmsum hætti sem menn bregðast við óskum blaða- manna um viðtöl. Menn eru áfjáðir, efast, færast undan eða skella á, en sjaldnast ef nokkurn- tíma með þeim hætti sem hér verður lýst: Herdís Þorgeirsdóttir ritstjóri Heimsmyndar fór þess á leit við Matthías Johannessen skáld og ritstjóra Morgunblaðsins í vor að hún fengi tekið við hann viðtal til birtingar í tímariti sínu. Matthíasi mun hafa litist vel á hug- myndina, og ef einhver fengi við- tal við sig, væri það Herdís og enginn annar. Leið og beið og liðu mánuðir. í október í haust hafði Matthías loks samband við Herdísi og kvaðst þá hafa fengið þá hug- mynd að hún sendi honum spurningar sem hann svaraði síðan í bréfi til hennar. Herdís samþykkti þegar. Og leið nú enn. Síðari hluta nóvember leit skáldið loks við hjá Heimsmyndarkonunni og sagði spurningarnar hafa kveikt svo í sér, að hann væri nú kominn með heila bók fyrir bragðið, altso sextíu síðna bréf um lífsafstöðu sína, togstreitu skálds og blaðamanns, blaðs og flokks og hugleiðingar um hinstu rök. Yfir- skriftin er Bréf til Herdísar, og mun birtast í nýrri Heimsmynd í næstu viku ... HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR Framsóknarraunir Er þaö nú furða þó Framsóknar sé flokkurinn allur í sárum. Yfir örlögum Haralds með Guðmundi G. gráta menn krókódílstárum. Niðri „Reyndar vœri ekki úr vegi að setja smokka í öll útihús hér í sveitinni." - SKAFTI BJARNASON HREPPSTJÓRASONUR OG VERSLUNAREIGANDI Á SKEIÐUM I VIÐTALI VEGNA SMOKKASTRÍÐSINS VIÐ APÓTEKARANN Á SELFOSSI. Kári Jónasson er mörgum landsmönnum kunnugur eftir aldarfjórð- ungs veru í blaða- og fréttamennsku. Hann hefur undanfarið verið vara- fréttastjóri útvarpsins, þess rfkisrekna, en nú lætur Margrét Indriðadótt- ir fréttastjóri brátt af störfum. Útvarpsráð kaus nýlega Kára sem eftir- mann Margrétar með 5 atkvæðum af 7. Við tókum hinn eitilhressa Kára tali. Ertu í jötunmóð? Kári Jónasson, bráðum fréttastjóri „Já, það eru allir í jötunmóð í þessu starfi. Þetta er nú það heitur stóll að það verða allir að vera í jötunmóð í honum dag- inn út og inn og tilbúnir allan sólarhringinn. Það blása hér um frískir vindar, t.d. í dag og við tökum bara á móti þeim og erum tilbúin í allt." — Nú tekur þú við sem skipstjóri fréttastofunnar. Hvað ætlar þú að leggja áherslu á við stjórnvölinn? „Það vill mér til happs að ég hef verið til sjós nokkuð svo ég get stigið ölduna þótt á móti blási. En það er margt og ekki lítil verkefni sem bíða okkar á næsta ári. Til dæmis má nefna að ég var að koma frá því að skoða nýju húsakynnin að Efstaleiti 1 og við flytjum þangað á fyrsta fjórðungi ársins. Svo verða náttúru- lega kosningar og ég vona að fréttastofan verði mjög aktíf og öflug við undirbúninginn og ekki síst kosninganóttina, sem virðist ætla að verða 25. apríl. Ég hef svo áhuga á því að auka og bæta fréttaflutning útvarpsins, sem nýtur nú mikillar virð- ingar og trausts eins og kannanir sýna. Ég held að það þurfi að koma fleiri fréttatímar milli hádegis og kvölds, fleiri stuttir fréttatímar. Svo hef ég áhuga á því að efla Morgunútvarpið hjá okkur og bæta það enn og gera ennþá vinsælla, en það er hvorki meira né minna en þriðjungur þjóðarinnar sem hlustar á þáttinn á hverjum morgni á meðan fólkið rakar sig, burstar í sér tennurnar og greiðir sér." — Megum við eiga von á harðari fréttaflutningi, t.d. vegna samkeppninnar við Bylgjuna? „Fréttir útvarpsins eru 56 ára gamlar og alltaf verið að breyta og bæta hérna fréttaflutninginn. Við reynum auðvitað að fylgja tíðarandanum, fylgjast með hvað sé að gerast í þjóðfélaginu." — Þú talar um tíðarandann. Hvað hefur þú að segja okkur um hinar miklu hræringar sem orðið hafa í fjöl- miðlun hér á landi? „Það hafa vissulega orðið geysiiegar hræringar, sem mér finnst að hafi byrjað með tilkomu sjónvarpsins 1966. Ég byrjaði í blaðamennsku 1962, en með tilkomu sjónvarpsins urðu viss þáttaskil og frískari vindar blésu. Síðar komu umbyltingarnar varðandi síðdegisblöðin og áfram aukin tímaritaútgáfa og blaðaútgáfa og tilkoma Helgarpóstsins var ánægjuleg viðbót á sínum tíma. Síðan er byrjaður núna enn nýr kafli, þessi efling útvarps- og sjónvarpsstöðva. Það á eftir að jafna sig á næsta ári, það tekur alltaf sinn tíma. Þar á eftir taka við ennþá meiri breyt- ingar á útvarpi og sjónvarpi, því ég er sannfærður um að við fá- um hér gervihnattasjónvarp og verðum farin að hlusta á jap- anska dagskrá inn í stofu hjá okkur áður en við er litið. Við eigum líka eftir að upplifa ennþá betra útvarp í stofunni hjá okkur. Ég var á útvarpsráðstefnu í Berlín í fyrra og þar var verið að segja frá framtíðarhugmyndum um þessi mál og tækn- in á eftir að verða þannig að við munum hlusta á góðar útsend- ingar erlendis frá í steríó og toppgæðum hvaðanæva að úr heiminum. Þá getum við vonandi líka sent okkar dagskrá til þúsunda íslendinga sem búa erlendis. Stuttbylgjan hefur verið vandamál, en þá má geta nýjungar hjá okkur sem hefur farið hljótt, að við erum með innlent fréttayfirlit vikunnar sem fer út í hádeginu á laugardögum og sunnudögum og sent er til út- landa. Við þurfum að fylgjast vel með til að fylgja þessu eftir." — Nú hafa ýmsir ráðamenn orðað þann vilja sinn að þrengja beri að fréttamönnum. Hvað segir þú, fyrrver- andi formaður Blaðamannafélags (slands? „Ég held að þessir stjórnmálamenn ættu fyrst að líta í eigin barm og vita hvað þeir hafa verið að segja, vegna þess að það er yfirleitt það sem þeir hafa verið að segja á opinberum vett- vangi sem við flytjum í fjölmiðlunum. Ég man eftir því að einn af þeim stjórnmálamönnum sem hafa verið gagnrýna okkur að undanförnu var að tala um mjög viðkvæmt mál á Alþingi I fyrra og dró allt í einu upp úr pússi sínu bréf frá peningastofnun og fer að lesa upp úr því og ég veit að þessi upplestur kom ákveðnu fyrirtæki hér á landi mjög illa. Það var ekki við fjölmiðl- ana að sakast heldur við stjórnmálamennina." HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.